„Viðbjóðslegu“ Barnakoti á Litla-Hrauni senn skipt út Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 20:25 Fangelsismálastjóri gagnrýndi fjölskylduaðstöðuna á Litla-Hrauni harðlega í fyrra. Vísir/Arnar Eiginkona fanga á Litla-Hrauni segir aðstæðurnar í heimsóknarrýmum í fangelsinu ógeðslegar. Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segir fjögur ný rými sem ætluð verða fjölskylduheimsóknum senn líta dagsins ljós. Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur. Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Birna Ólafsdóttir eiginkona fanga á Litla-hrauni segir að börn eigi ekki að fara inn í fangelsi til þess að heimsækja foreldri í ljósi þeirra aðstæðna sem þar sé boðið upp á. Hún ræddi heimsóknarrýmin í Reykjavík síðdegis í dag. „Þetta er náttúrlega hræðilegt núna. Það er eitt og hálft ár síðan maðurinn minn var tekinn.“ Hún segir heimsóknir nú fara fram í litlum gámi það sem allt er sé á floti. „Um daginn var komin hola ofan í gólfið og ég steig í sokkunum og þeir blotnuðu. Og þeir löguðu þetta með því að setja spýtu og teppi yfir.“ Birna segir frá nýjum reglum um heimsóknir sem fela í sér að allar heimsóknir þurfi að fara fram í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún segir viðmótið svo slæmt þar að hún hafi ekki þorað að heimsækja manninn sinn í marga mánuði. Það sé svo erfitt fyrir börn að mæta þangað. „Þar þurfa börnin að fara í gegnum öryggisleit. Þar eru oft óhæfir fangaverðir sem taka á móti börnunum.“ Hvernig óhæfir? „Þeir kunna ekki að umgangast börn. Bara ónærgætnir og ég hef sent mörg bréf til þeirra varðandi það.“ Birna segir þá leit raunar óþarfi vegna þess að að heimsókninni lokinni þurfi fanginn að fara í allsherjarlíkamsleit hvort sem er. Þá segir hún fjórtán ára son sinn hættan að vilja heimsækja föður sinn vegna þessa. Birna segist margsinnis hafa leitað til Fangelsismálasrofnunar vegna málsins en alltaf mætt þeim svörum að ekki sé til nægilegt fjármagn til úrbóta. „Ég myndi náttúrlega bara vilja að fanginn fengi dagsleyfi og kæmi heim í þeirra [barnanna] aðstæður,“ segir Birna, aðspurð hvernig hún myndi vilja að heimsóknum yrði tilhagað. Maðurinn hennar eigi ekki rétt á slíku leyfi fyrr en eftir fimm ár, vegna þess hve langan dóm hann hlaut. „Það eru bara öll börnin að afplána.“ Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi segir að nýlega hafi sex einingar af heimsóknaðstöðu, vissulega í skúrum, hafi verið teknar í notkun á Litla-Hrauni. Að auki muni fjórar nýjar einingar frá framkvæmdasýslunni vera teknar í notkun og þær séu hugsaðar til þess að koma í staðinn fyrir Barnakot. Hann segir að nýju einingarnar bjóði upp á fleiri heimsóknarrými fyrir fjölskyldur og að með tilkomu þeirra muni börn ekki þurfa að fara í gegnum öryggisleit. Nýju Barnakotin eigi að opna á næstu vikum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Heimsóknaraðstaðan á Litla Hrauni hefur áður verið gagnrýnd. Fangelsismálastjóri sagði Barnakot, heimsóknaraðstöðu fjölskyldna vera viðbjóðslegt fyrir rúmu ári. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Þá sagði umboðsmaður barna ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum vera gleymdur hópur og ráðast þyrfti í úrbætur.
Fangelsismál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07