Gert að endurgreiða gjald vegna afhendingar sjúkraskrár Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2023 13:37 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að heilsugæslan muni að sjálfsögðu fara eftir úrskurði heilbrigðisráðuneytins. Vísir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið gert að endurgreiða manni 15.791 krónur eftir að hafa rukkað viðkomandi um upphæðina vegna afhendingar á sjúkraskrá hjá heilsugæslunni. Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins sem kveðinn var upp í gær, en málið snýr að afhendingu sjúkraskrár í desember 2021. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir farið verði eftir niðurstöðu úrskurðar ráðuneytisins. Kærandinn vildi meina að gjaldtaka vegna afhendingar á sjúkraskrá ætti sér ekki stoð í lögum og gengi í berhögg við ákvæði laga um sjúkraskár. Í þeim lögum væri kveðið á um almennan rétt sjúklinga til afrits af sjúkraskrám sínum en í lögunum væri hvergi kveðið á um gjaldtöku. Heilsugæslan vísaði hins vegar til þess að innheimta gjaldsins byggi á ákvæði reglugerðar um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Snýr að sjúkraskrá, ekki læknisvottorði Fram kemur í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að við málsins verði að líta til þeirrar meginreglu að gjald verði ekki innheimt fyrir þjónustu stjórnvalda nema heimild sé til gjaldtökunnar í lögum. „Ljóst er að lög um sjúkraskrár veita sjúklingi eða umboðsmanni hans rétt á að fá afrit af sjúkraskrá afhenta í heild eða hluta. Í lögunum er engin heimild til stjórnvalda til að innheimta gjald af sjúklingi í tengslum við beiðni um afhendingu á sjúkraskrá,“ segir í úrskurðinum. Þó að heimild sé til gjaldtöku vegna útgáfu læknisvottorða á heilsugæslu er bent á að beiðni mannsins hafi einungis lotið að afhendingu á sjúkraskrá en ekki læknisvottorði. „Þótt skilja megi orðalag 9. tölul. 2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar á þann veg að heimilt sé að taka gjald fyrir vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, án þess að vinnan sé í tengslum við útgáfu læknisvottorðs, verður að horfa til þess að engin heimild er til slíkrar gjaldtöku í lögum um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldtakan ógild Ennfremur segir að þannig liggi ekki fyrir með skýrum hætti vilji löggjafans til að krefja sjúklinga um sérstakt gjald vegna vinnu við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu. „Með vísan til þeirra meginreglna sem raktar hafa verið um lagastoð fyrir gjaldtöku vegna þjónustu sem stjórnvöld veita er það mat ráðuneytisins að sjúklingar verði ekki krafðir um gjald vegna afhendingar á sjúkraskrá ef vinnan lýtur ekki að útgáfu læknisvottorðs skv. 14. gr. reglugerðar nr. 1551/2022. Á þetta við jafnvel þó svo afhendingin hafi í för með sér vinnu læknis við yfirferð á sjúkraskrá fyrir afhendingu, svo sem til að gæta að 2. mgr. 14. gr. laga um sjúkraskrár,“ segir í úrskurðinum. Gjaldataka Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna afhendingar á sjúkraskrá er ógilt og leggur heilbrigðisráðuneytið fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að endurgreiða kæranda útlagðan kostnað vegna afhendingar á sjúkraskrá. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að Heilsugæslan muni að sjálfsögðu endurgreiða gjaldið til kæranda. „Við munum fara eftir úrskurðinum og við sjáum fyrir okkur að þessi niðurstaða muni svo flýta fyrir því ferli að afhenda fólki sjúkraskrár,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels