„Ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. nóvember 2023 21:23 Jordan Semple var mikilvægur í liði Þórs í kvöld. Vísir/Diego Jordan Semple var stigahæsti maður Þórsara er liðið vann nauman fimm stiga sigur gegn nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
„Okkur leið vel og við vorum tilbúnir. Við byrjuðum leikinn vel og mættum tilbúnir til leiks og mér fannst við eiga virkilega góðan fyrri hálfleik,“ sagði Semple að leik loknum. Þórsarar höfðu yfirhöndina stærstan hluta leiksins og leiddu nánast hverja einustu sekúndu í fyrstu þrem leikhlutum leiksins. Liðið lennti þó undir í fjórða leikhluta, en Semple var stoltur af sér og liðsfélögum sínum að hafa haldið ró sinni og snúið taflinu við á nýjan leik. „Við héldum bara einbeitingu og héldum áfram að spila okkar leik. Við komum skotmönnunum okkar og okkar leikmönnum í sínar bestu stöður. Þetta er leikur áhlaupa og við héldum ró okkar. Þá náðum við aðeins betri einbeitingu varnarlega og náðum góðum stoppum sem skópu þennan sigur fyrir okkur.“ Semple var sem áður segir stigahæsti leikmaður Þórs með 25 stig, en sex af hans stigum voru gríðarlega mikilvæg. Hann skoraði tvær flautukörfur í leiknum og kom heimamönnum í sex stiga forystu þegar tæplega tuttugu sekúndur voru eftir af leiknum. „Þessar flautukörfur, sérstaklega þegar ég blakaði honum ofan í eftir lay-up frá Darwin Davis, höfðu kannski smá heppni með sér. En ef maður kemur sér að hringnum munu góðir hlutir gerast.“ „Svo þetta skot í lokin þá er það aftur bara fullkomin sending frá Davis og ég þurfti bara að klára færið. Þannig það var allt honum að þakka.“ Þórsarar hafa nú unnið fjóra deildarleiki í röð og eru á góðri siglingu. „Þetta eru búnar að vera góðar vikur. Sumir sigrarnir hafa kannski ekki verið jafn öruggir og við hefðum viljað, en þetta er góð byrjun. Við tökum þessa sigra og nú förum við bara að einbeita okkur að næsta leik,“ sagði Semple að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Tengdar fréttir leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
leik lokið: Þór Þ. - Álftanes 84-79 | Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu nýliðanna Þór Þ. vann sterkan fimm stiga sigur er liðið tók á móti nýliðum Álftaness í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 84-79. 2. nóvember 2023 18:31