Málaliðar Wagner færa Hezbollah loftvarnarkerfi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2023 11:43 Vígamenn Hezbollah á æfingu í suðurhluta Líbanon í vor. Óttast er að leiðtogar samtakanna muni opna nýja víglínu á landamærum Ísrael og Líbanon, þar sem reglulega hefur komið til skammvinnra átaka síðustu vikur. AP/Hassan Ammar Málaliðhópurinn rússneski, Wagner Group, er sagður ætla að senda hryðjuverkasamtökunum Hezbollah í Líbanon rússneskt loftvarnarkerfi, með mögulegri aðstoð Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Óttast er að Hezbollah ætli að opna nýja víglínu gegn Ísrael í norðurhluta landsins. Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael. Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Reglulega hefur komið til átaka á landamærum Ísrael og Líbanon undanfarnar vikur en þau átök hafa ekki verið umfangsmikil. Eldflaugum hefur verið skotið úr norðri og Ísraelar hafa svarað með eigin eldflaugum, loftárásum og stórskotaliði. Samkvæmt frétt Wall Street Journal er um að ræða SA-22 loftvarnarkerfi, sem einnig er kallað Pantsir. CNN segir að talið sé að loftvarnarkerfið hafi upprunalega verið ætlað Assad en hann hafi samþykkt að málaliðar Wagner komi því í hendur vígamanna Hezbolla. Eftir að Jevgení Prígósjín, eigandi Wagner Group, dó í sumar, er varnarmálaráðuneyti Rússlands sagt hafa tekið yfir stjórn málaliðahópsins. Hættir að segja Rússum frá loftárásum Bæði málaliðar Wagner og vígamenn Hezbollah hafa starfað í Sýrlandi um árabil, þar sem þeir hafa barist með stjórnarher Sýrlands. Hezbollah nýtur stuðnings Írans, eins og Hamas-samtökin, og Ísraelar hafa gert reglulegar loftárásir á vopnasendingar Írana til Hezbollah í Sýrlandi á undanförnum árum. Í frétt Bloomberg frá því í morgun segir að þessum loftárásum hafi farið fjölgandi og að Ísraelar séu hættir að láta Rússa, sem hafa lengi verið með viðveru í Sýrlandi, vita af árásunum. Nokkur ár eru síðan Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði Benjamín Netanjahú, þáverandi og núverandi forsætisráðherra Ísrael, að Hezbollah yrði ekki leyft að ná fótfestu í suðvesturhluta Sýrlands, við landamæri Ísrael. Ísraelar hafa látið Rússa vita af loftárásum sínum í Sýrlandi en það hefur ekki verið gert undanfarnar vikur. Samband ríkjanna hefur beðið nokkra hnekki sem meðal annars má rekja til nánara sambands Rússlands og Írans, eftir innrás Rússa í Úkraínu. Rússar tóku einnig nýverið á móti sendinefnd frá Hamas-samtökunum í Moskvu. „Rússar eru í raunar að styðja óvini okkar,“ sagði Amos Yadlin, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu ísraelska hersins, við Bloomberg. Leiðtogi Hezbollah heldur ræðu Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, er sagður ætla að haldaræðu í Líbanon í dag en það verður í fyrsta sinn frá því stríðið milli Ísraela og Hamas hófst. Ræðunnar er beðið með eftirvæntingu og verður hún greind í þaula, varðandi það hvort hún innihaldi vísbendingar um ætlanir samtakanna. Hezbollah-samtökin eru talin mjög öflug og eru mjög áhrifamikil í Líbanon. Þúsundir vígamanna tilheyra samtökunum en þeir eru taldir mjög reynslumiklir af átökum í Sýrlandi og í Írak. Þá eru samtökin sögð eiga gífurlegt magn eldflauga sem þau gætu skotið að Ísrael.
Rússland Líbanon Sýrland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09 Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28 „Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Blinken kominn til Tel Aviv og mun ræða við Netanyahu um hlé Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur í Tel Aviv þar sem hann mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Hann er sagður munu hvetja stjórnvöld til að gera hlé á árásum sínum og sókn í Gasa. 3. nóvember 2023 07:09
Íran hótar að grípa til aðgerða Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir Ísrael hafa farið „yfir rauðu línuna“ sem “gæti neytt alla til að grípa til aðgerða.“ Þetta segir hann í færslu sinni á samfélagsmiðlinum X, sem hét áður Twitter, snemma í morgun. 30. október 2023 08:28
„Við erum komnir að hliðum Gasa-borgar“ Ísraelskir hermenn og skriðdrekar sækja að Gasa-borg en eru sagðir hafa mætt stífri mótspyrnu Hamas-liða. Hermenn hafa nánast klofið Gasaströndina í tvennt. 2. nóvember 2023 15:54