Vilja að stjórnvöld fordæmi aðgerðir Ísraels Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. nóvember 2023 12:13 Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína. Vísir/Steingrímur Dúi Búist er við því að fólk fjölmenni á stórfund til stuðnings Palestínu í Háskólabíó í dag að sögn eins skipuleggjanda. Yfirvöld í Ísrael hafa gefið fólki á Gasa svæðinu fjórar klukkustundir til að flýja. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir hvergi öruggt að vera á Gasa. Tugir voru drepnir og fleiri særðir í árásum á flóttamannasvæði að sögn sérfræðinga á spítala í nágrenninu. Varnarmálayfirvöld í Ísrael segja að fólk á Gasa svæðinu hafi fjögurra klukkutíma ramma í dag til að flýja suður.Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur undanfarna daga fundað með leiðtogum ýmissa ríkja um vopnahlé af mannúðarástæðum. Samkvæmt BBC hittir hann forseta Palestínu í dag.Sú krafa er víða hávær og er Ísland engin undantekning. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína, býst við miklu fjölmenni á samstöðufundinn til stuðnings Palestínu í dag sem fer fram í Háskólabíói klukkan tvö enda margir búnir að melda sig á viðburðinn á Facebook. „Við erum búin að vera með þrjá útifundi og tvær göngur og það hefur alltaf vaxið. Við vorum með kertafleytingu við tjörnina og það komu um tvö þúsund manns,“ segir Hjálmtýr. Yfirskrift fundarins í dag sé sú sama og á fyrri fundum. „Við krefjumst þess að það verði strax vopnahlé og að Ísland taki afstöðu gegn þessum fjöldamorðum og lýsi yfir fordæmingu á Ísrael eins og þeir hafa lýst yfir fordæmingu á Hamas,“ segir Hjálmtýr og bætir við að félagið sé hvergi nærri hætt. „Það verða fleiri fundir, ástandið er ekkert að batna, það er að versna og svo lengi sem það er munum við halda áfram og við munum reyna að vekja okkar stjórnvöld,“ segir Hjálmtýr að lokum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04 Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Fjölmenn kertafleyting við Reykjavíkurtjörn Fjölmargir lögðu leið sína að Reykjavíkurtjörn klukkan átta í kvöld til að taka þátt í kertafleytingu í minningu barna sem látið hafa lífið á Gasa. Nöfn látinna barna voru þulin upp. 29. október 2023 22:04
Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27. október 2023 10:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent