Hver á að vera næsti formaður KSÍ? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 09:06 Það eru auðvitað margir sem eru tilkallaðir þegar kemur að formannsstól KSÍ. Það verður síðan að koma í ljós hvert af þeim hafi áhugi og hvað þá taka slaginn. Vísir/Samsett mynd Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. En hver á að setjast í formannsstólinn? Vanda er aðeins tíundi formaður KSÍ frá upphafi og fyrsta konan sem gegnir þessu stærsta formannsembætti hjá íslenskum sérsamböndunum. Erum við að fara að fá aftur karlmann í starfið eða leynist kannski þarna úti öflug og áhugasöm kona sem vill nýta sér gatið á múrnum sem Vanda braust í gegn um? Mennirnir sem sátu á undan henni, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, gætu báðir verið á blaði yfir þá sem koma til greina nú. Það er þó mikill munur á líkum á endurkomu þeirra í slíkan slag. Guðni Bergsson.vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur verið orðaður við endurkomu en hann sagði af sér formennsku í storminum mikla í Laugardalnum haustið 2021. Hann er líklegur til að bjóða sig fram aftur. Geir var formaður í tíu ár og það eru mun minni líkur á því að hann bæði bjóði sig fram eða verði kosinn. Hann reyndi að fella Guðna í formannsslag árið 2019 en tapaði þar illa með 26 atkvæðum á móti 119. Björn Einarsson, formaður Víkings, bauð sig fram til formanns árið 2017 en tapaði þá fyrir Guðna með 66 atkvæðum gegn 83. Það er ekki líklegt að Björn reyni aftur en hver veit? Það er eins ólíklegt að Sævar Pétursson, sem tapaði formannsslag á móti Vöndu, reyni í annað sinn á tveimur árum. Það má búast við því að leitað verði til öflugra leiðtoga í íslensku knattspyrnufjölskyldunni og það er vissulega til fullt af góðu fólki í hreyfingunni. Er kannski kominn tími á það að Jón Rúnar Halldórsson, sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna KSÍ, sýni knattspyrnuhreyfingunni hvernig sé best að gera hlutina. Hann eða bróðir hans Viðar Halldórsson, formaður FH, hljóta að vera íhuga framboð. Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá ValSkjáskot/Stöð 2 Sport Tveir aðrir öflugir menn koma líka upp í hugann en það eru Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals og Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR. Báðir hafa verið lengi í forystustörfum í tveimur af stærstu félögum landsins og þekkja þessi mál og út og inn. Kári Árnason hefur gert flotta hluti hjá Víkingum sem yfirmaður knattspyrnumála alveg eins og hann gerði sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Það er þó kannski líklegast að þetta starf komi núna of snemma fyrir hann að þessu sinni. Einn af stóru óvissuþáttunum er eflaust sá hvort að það komi fram óvæntur aðili sem takist að sameina fólk að baki sér eða hvort að einhver af reynsluboltunum ákveði að reyna að kanna fylgi sitt í kosningu sem þessari. Þá er auðvitað sterkur möguleiki á því að eitthvað af stjórnarfólki KSÍ í dag sýni því áhuga á að reyna að komast í formannsstólinn. Þar eru auðvitað fyrst á blaði varaformennirnir tveir, Borghildur Sigurðardóttir og Sigfús Ásgeir Kárason en eins má nefna stjórnarmenn eins og Ívar Ingimarsson og Pálma Haraldsson sem hafa mikla reynslu af fótboltanum sem leikmenn. Sif Atladóttir var að leggja fótboltaskóna á hilluna í haust.vísir/baldur Sé áhugi í hreyfingunni fyrir því að leyfa konunum að stýra KSÍ skipinu áfram þá koma tvær fyrrum landsliðskonur strax upp í hugann. Þær Ásthildur Helgadóttir og Sif Atladóttir voru báðar miklir leiðtogar þegar þær voru inn á vellinum og hafa sýnt með ummælum sínum og verkum að þær hafa mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Sif hefur þegar sýnt vilja til að vera í framlínunni utan vallar með leiðtogastörfum sínum fyrir leikmannasamtökin. Fleiri nöfn eru vissulega á blaði og svo er auðvitað þetta óvænta framboð sem alltaf er von á. Vísir hefur safnað saman nokkrum nöfnum sem við teljum að komi til greina sem næsti formaður KSÍ. Þetta er auðvitað langt frá því að vera tæmandi listi. Jón Rúnar HalldórssonStöð 2/Egill Aðalsteinsson. Munu þessi bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþinginu 2024? Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi landsliðskona Björn Einarsson, formaður Víkings Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður í KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í KSÍ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona Sigfús Ásgeir Kárason, varaformaður KSÍ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA Viðar Halldórsson, formaður FH Willum Þór Þórsson, ráðherra Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður KSÍ Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Vanda er aðeins tíundi formaður KSÍ frá upphafi og fyrsta konan sem gegnir þessu stærsta formannsembætti hjá íslenskum sérsamböndunum. Erum við að fara að fá aftur karlmann í starfið eða leynist kannski þarna úti öflug og áhugasöm kona sem vill nýta sér gatið á múrnum sem Vanda braust í gegn um? Mennirnir sem sátu á undan henni, Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson, gætu báðir verið á blaði yfir þá sem koma til greina nú. Það er þó mikill munur á líkum á endurkomu þeirra í slíkan slag. Guðni Bergsson.vísir/vilhelm Guðni Bergsson hefur verið orðaður við endurkomu en hann sagði af sér formennsku í storminum mikla í Laugardalnum haustið 2021. Hann er líklegur til að bjóða sig fram aftur. Geir var formaður í tíu ár og það eru mun minni líkur á því að hann bæði bjóði sig fram eða verði kosinn. Hann reyndi að fella Guðna í formannsslag árið 2019 en tapaði þar illa með 26 atkvæðum á móti 119. Björn Einarsson, formaður Víkings, bauð sig fram til formanns árið 2017 en tapaði þá fyrir Guðna með 66 atkvæðum gegn 83. Það er ekki líklegt að Björn reyni aftur en hver veit? Það er eins ólíklegt að Sævar Pétursson, sem tapaði formannsslag á móti Vöndu, reyni í annað sinn á tveimur árum. Það má búast við því að leitað verði til öflugra leiðtoga í íslensku knattspyrnufjölskyldunni og það er vissulega til fullt af góðu fólki í hreyfingunni. Er kannski kominn tími á það að Jón Rúnar Halldórsson, sem hefur verið óhræddur við að gagnrýna KSÍ, sýni knattspyrnuhreyfingunni hvernig sé best að gera hlutina. Hann eða bróðir hans Viðar Halldórsson, formaður FH, hljóta að vera íhuga framboð. Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá ValSkjáskot/Stöð 2 Sport Tveir aðrir öflugir menn koma líka upp í hugann en það eru Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals og Kristinn Kjærnested, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR. Báðir hafa verið lengi í forystustörfum í tveimur af stærstu félögum landsins og þekkja þessi mál og út og inn. Kári Árnason hefur gert flotta hluti hjá Víkingum sem yfirmaður knattspyrnumála alveg eins og hann gerði sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Það er þó kannski líklegast að þetta starf komi núna of snemma fyrir hann að þessu sinni. Einn af stóru óvissuþáttunum er eflaust sá hvort að það komi fram óvæntur aðili sem takist að sameina fólk að baki sér eða hvort að einhver af reynsluboltunum ákveði að reyna að kanna fylgi sitt í kosningu sem þessari. Þá er auðvitað sterkur möguleiki á því að eitthvað af stjórnarfólki KSÍ í dag sýni því áhuga á að reyna að komast í formannsstólinn. Þar eru auðvitað fyrst á blaði varaformennirnir tveir, Borghildur Sigurðardóttir og Sigfús Ásgeir Kárason en eins má nefna stjórnarmenn eins og Ívar Ingimarsson og Pálma Haraldsson sem hafa mikla reynslu af fótboltanum sem leikmenn. Sif Atladóttir var að leggja fótboltaskóna á hilluna í haust.vísir/baldur Sé áhugi í hreyfingunni fyrir því að leyfa konunum að stýra KSÍ skipinu áfram þá koma tvær fyrrum landsliðskonur strax upp í hugann. Þær Ásthildur Helgadóttir og Sif Atladóttir voru báðar miklir leiðtogar þegar þær voru inn á vellinum og hafa sýnt með ummælum sínum og verkum að þær hafa mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Sif hefur þegar sýnt vilja til að vera í framlínunni utan vallar með leiðtogastörfum sínum fyrir leikmannasamtökin. Fleiri nöfn eru vissulega á blaði og svo er auðvitað þetta óvænta framboð sem alltaf er von á. Vísir hefur safnað saman nokkrum nöfnum sem við teljum að komi til greina sem næsti formaður KSÍ. Þetta er auðvitað langt frá því að vera tæmandi listi. Jón Rúnar HalldórssonStöð 2/Egill Aðalsteinsson. Munu þessi bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþinginu 2024? Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi landsliðskona Björn Einarsson, formaður Víkings Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður í KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í KSÍ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona Sigfús Ásgeir Kárason, varaformaður KSÍ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA Viðar Halldórsson, formaður FH Willum Þór Þórsson, ráðherra Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður
Munu þessi bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþinginu 2024? Ásthildur Helgadóttir, fyrrverandi landsliðskona Björn Einarsson, formaður Víkings Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafi Borghildur Sigurðardóttir, varaformaður KSÍ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ Ívar Ingimarsson, stjórnarmaður í KSÍ Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Kristinn Kjærnested, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar KR Pálmi Haraldsson, stjórnarmaður í KSÍ Sif Atladóttir, fyrrverandi landsliðskona Sigfús Ásgeir Kárason, varaformaður KSÍ Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA Viðar Halldórsson, formaður FH Willum Þór Þórsson, ráðherra Þorvaldur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður
KSÍ Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira