Áfram árásir á Bandaríkjamenn í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2023 23:38 Skjáskot úr myndbandi af loftárás Bandaríkjamanna í Sýrlandi í gær. Ráðamenn hafa heitið fleiri árásum, haldi árásir á bandaríska hermenn á svæðinu áfram. AP/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Minnst þrjár árásir voru gerðar á bandaríska hermenn í Írak í dag og minnst ein í Sýrlandi í gærkvöldi. Enginn er sagður hafa fallið í þessum árásum. Bandaríkjamenn vörpuðu í gær sprengjum á vopnageymslu byltingarvarða Íran í Sýrlandi í gær og var það gert vegna fjölda árásá vígahópa sem Íranar styðja á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi. Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi. Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Í einni árásinni var sprengja sprengd nærri bandarískum og írökskum hermönnum við Mosul í Írak en engan sakaði þar, samkvæmt heimildum Reuters. Eitt farartæki hermannanna varð fyrir skemmdum. Í annarri áras í morgun var sjálfsprengidróna flogið að herstöð Bandaríkjanna nærri Baghdad en sá dróni var skotinn niður. Annar dróni var skotinn niður nærri herstöð Bandaríkjanna við Erbil í norðurhluta Írak. Yfirlýsing frá írökskum Kúrdum er frábrugðinn yfirlýsingu yfirvalda í Írak en þar segir að nokkrir drónar hafi verið notaðir við árásina við Erbil og þeir hafi valdið skaða á olíugeymslu. Þá segja Kúrdar að bandarískir hermenn hafi yfirgefið umrædda herstöð í síðasta mánuði. Í frétt CNN segir svo að eldflaugum hafi tvisvar sinnum verið skotið að bandarískum hermönnum í Sýrlandi eftir loftárásina í gær. Þrír hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í þessum árásum. Tugir árása og 56 lítillega særðir Í heildina hafa verið gerðar fleiri en fjörutíu árásir á bandaríska hermenn í Írak og Sýrlandi frá því stríðið milli Ísrael og Hamas á Gasaströndinni hófst. 56 hermenn eru sagðir hafa særst í þessum árásum en enginn alvarlega. Bandaríkjamenn kenna vígahópum sem yfirvöld í Íran styðja um árásirnar og gerðu þeir þess vegna árás á vopnageymslu Írana í Sýrlandi í gær. Eftir loftárásirnar í gær varaði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við því að fleiri slíkar árásir yrðu gerðar, ef árásirnar á bandaríska hermenn héldu áfram. Sjá einnig: Vörpuðu sprengjum á byltingarverði í Sýrlandi Bandaríski herinn birti myndband af loftárásinni í gær, þegar tvær F-15 herþotur voru notaðar til að varpa sprengjum á vopnageymsluna í Maysulun í Sýrlandi.
Bandaríkin Sýrland Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01 Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Segja Ísraela hafa samþykkt tímabundin hlé Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða. 9. nóvember 2023 20:01
Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. 9. nóvember 2023 19:21