Icebox haldið í fimmta sinn: „Mæta nógu snemma og sjá alla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 08:01 Það verður boðið til veislu í Kaplakrika í kvöld. Icebox Icebox verður haldið í 5. sinn í Kaplakrika í kvöld. Uppselt er á viðburðinn og mælt er með því að gestir mæti fyrr heldur en seinna til að ná sem bestum sætum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá aðalbardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 20.00. „Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið. Box Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið.
Box Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira