„Allir ungu strákarnir eiga að horfa á hann sem fyrirmynd“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. nóvember 2023 09:42 Arnór sést hér (til hægri) berjast um boltann við Hörð Axel, leikmann Álftaness. vísir / anton brink Fögrum orðum var farið um Arnór Helgason, 17 ára leikmann Grindavíkur og eina skærustu vonarstjörnu Subway deildar karla, eftir frammistöðu hans gegn Þór Þorlákshöfn í 6. umferð. Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð þegar liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í gærkvöldi, lokatölur 93-90. Arnór spilaði ekki nema rúmar tíu mínútur í leik en náði í níu stig, gaf eina stoðsendingu, greip eitt frákast og stal einum bolta. Það þarf ekki að kafa djúpt til að sjá gæðin sem leikmaðurinn býr yfir og hann sýndi það með einni fjögurra stiga og glæstri troðslu. En sérfræðingarnir köfuðu dýpra og fundu þar enn meiri snilld. „Þetta er 17 ára pjakkur, þurfum að taka það inn í myndina. Það er svo auðvelt að horfa á troðslurnar en akkúrat þetta [varnarleikurinn]. Þessi litlu atriði, hann skilar varnarvinnunni og gefur liðinu orku“ sagði Helgi Már Magnússon á Subway Körfuboltakvöldi um Arnór. „Allir ungu strákarnir í deildinni núna eiga að horfa á hann sem fyrirmynd. Hann er með þetta sem allir vilja fá og Grindavík eru heppnir að fá þetta frá honum“ bætti Magnús Gunnarson þá við. Arnór spilaði langt því frá fullkominn leik, enda ungur og reynslulítill leikmaður á ferð. Hann tapaði boltanum þrisvar frá sér á stuttum tíma, en bætti það upp með elju og harðfylgi í varnarvinnunni. „Hann átti nokkra klaufalega tapaða bolta en ég get ímyndað að jákvæða orkan og litlu hlutirnir sem hann gerir sem sigra leiki fyrirgefi það“ sagði Helgi. „Hann vinnur upp þessa töpuðu bolta með sóknarfráköstum“ skaut Magnús þá inn. „Ungir leikmenn sem eru að horfa á þennan þátt, punktið þetta hjá ykkur, ekki bara troðslurnar, þó þær séu flottar og ég öfundi þær mikið“ sagði Helgi léttur í bragði að lokum. Klippa: Helgi Már hrósar Arnóri Innslagið allt úr Subway Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Er stjarna fædd í Grindavík? Hinn 17 ára Arnór Tristan Helgason, leikmaður Grindavíkur, heillaði sérfræðinga körfuboltakvölds upp úr skónum með frammistöðu sinni gegn Íslandsmeisturum Tindastóls á föstudaginn. „Hann kom með rosalega góða orku í leikinn,“ - sagði Helgi Magnússon. 22. október 2023 08:01