Bundu enda á rúmlega þrjátíu ára sigurgöngu Víkings og KR Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 22:46 Íslandsbikarnum hampað í lok móts. BH/Tómas Shelton Konum fjölgar sífellt í borðtennis hér á landi og flóra félaga sem keppa þar á hæsta stigi stækkar. Gríðarleg spenna var þegar úrslitin réðust í deildakeppninni í Hafnarfirði í dag. Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Borðtennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir er formaður Borðtennissambands Íslands og jafnframt fyrsta konan í því embætti. Hjá sambandinu hefur áhersla verið lögð á fjölgun kvenna síðustu misseri sem er að bera ávöxt. „Ekki spurning. Undanfarin ár hefur verið ágætlega mikið af borðtenniskonum hjá KR, í Víkingi og BH hér á höfuðborgarsvæðinu. Núna eru mjög flott lið mætt til leiks frá Garpi á Suðurlandi og BR á Reykjanesinu. Það er mikill fengur af því“ sagði Auður Tinna í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum fyrr í kvöld. „Frá því ég man eftir mér hefur þetta verið annað hvort KR eða Víkingur sem hefur unnið Íslandsmeistaratitil kvenna. Í dag eru það BH konur sem eru í séns og þær eru með fyrsta erlenda spilarann sem er keyptur til að vera með í deildinni. Það verður mjög spennandi að fylgjast með BH, KR og Víkingi í dag,“ bætti Auður Tinna við. Gríðarleg spenna undir lokin Spennan var sannarlega mikil þegar keppnin fór fram í dag. Liðin þrjú sem Auður Tinna nefndi höfðu öll möguleika á deildartitlinum en snemma í dag varð hins vegar ljóst að keppnin yrði á milli Víkings og BH. Liðin tvö unnu alla sína leiki í dag nema innbyrðisviðureignina þar sem þau gerðu jafntefli sín á milli. Þau enduðu því jöfn á toppnum og þá þurfti að líta til stakra unna leiki en bæði unnu þau sautján leiki og töpuðu sjö í deildinni. Því var aftur jafnt og skoða þurfti unnar lotur. Vegna þessarar jöfnu stöðu vissu leikmenn liðanna tveggja ekki hvort þeirra væri sigurvegari þegar komið var að verðlaunaafhendingu. Upp úr hattinum kom að BH hafði unnið fleiri lotur og er því deildarmeistari í fyrsta sinn í kvennaflokki. Liðið beindur þar með enda á 33 ára sigurgöngu Víkings og KR sem hafa unnið á hverju einasta ári síðan árið 1990. Frétt Vals Páls má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Borðtennis Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira