„Sveiattan við því að gera ekki betur en þetta“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2023 23:44 Vilhjálmur Birgisson skammaði fjármálageirann og sakaði hann um miskunnarleysi. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins fór ófögrum orðum um fjármálageirann og lífeyrissjóðina í Reykjavík síðdegis í dag fyrir skort þeirra á stuðningi við Grindvíkinga. Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“ Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Hann segir dapurlegt að fjármálafyrirtæki geti ekki sýnt Grindvíkingum meiri miskunn og segir það ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar. „Ég verð að segja alveg eins og er að mér finnst þetta framlag fjármálakerfisins og reyndar lífeyrissjóðanna líka vera afskaplega dapurlegt þar sem er verið að bjóða fólki frystingu í þrjá mánuði en setja frystingu og verðbætur og allan pakkann ofan á höfuðstólinn. Mér finnst þetta ekki vera fjármálakerfinu til framdráttar.“ Verkalýðshreyfingin standi við bak Grindvíkinga Vilhjálmur segir verkalýðshreyfinguna standa þétt við bakið á Grindvíkingum og að þau séu í óðaönn í sameiningu við að útvega þeim húsnæði. Hann segir að mörg hundruð fjölskyldur hafi óskað eftir húsnæðisaðstoð og að aðildarfélög SGS muni losa sumarhúsin sín til að hýsa þær. „Við eigum gríðarlegan fjölda en samkvæmt skjali sem Rauði krossinn heldur utan um eru 303 fjölskyldur búnar að óska eftir aðstoð um að fá húsnæði og það fer ört fjölgandi í þeim hópi þanig það liggur fyrir að við munum losa húsin hjá okkur eftir þörfum og það getur verið breytilegt. Verkalýðsfélag Akraness á til dæmis þrettán sumarhús, þrjár íbúðir á Akureyri og síðan á VR einhver áttatíu, nítíu hús.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Vilja bara tryggja að þeir fái sitt“ Vilhjálmur segir sveiattan við fjármálageirann og sakar hann um miskunnarleysi. Hann tekur einnig fram að lífeyrissjóðirnir beri einnig ábyrgð. „Mér hefði fundist eðlilegt að þarna hefði verið fryst allar greiðslur. Alveg sama hvort það hefði verið vextir eða verðbætur, á meðan að þetta ástand varir og sýna í verki að þetta fjármálakerfi hætti að sýna þetta miskunnarleysi sem fjármálakerfið sýnir ætíð. Það tryggir sig alltaf í bak og fyrir. Þarna eru menn tilbúnir að fresta þessu í þrjá mánuði en vilja bara tryggja að þeir fái allt sitt og að það leggist bara ofan á höfuðstólinn.“ „Ég segi bara sveiattan við því að gera ekki betur en þetta. Ég segi það líka við lífeyrissjóðskerfið sem fór sömu leið, og ég ætla að vona að þetta ágæta fólk átti sig á því að svona geri menn ekki við fólk sem eru í þessari neyð sem Grindvíkingar eru í núna.“
Kjaraviðræður 2023 Stéttarfélög Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira