Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2023 08:01 Ekkert lát virðist vera á vinsældum jólalags Carey. Getty Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út. Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill. Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira
Það ber til um þessar mundir, um það leyti sem jólalög byrja að herja á hlustir almennings af miklu miskunnarleysi, að Mariah Carey er öðru sinni sökuð um og dregin fyrir dómstóla fyrir að hafa hreinlega stolið vinsælasta jólalagi allra tíma; All I want for Christmas is you. Það er sveitasöngvarinn Andy Stone sem sakar Carey um þjófnaðinn og krefst 20 milljóna Bandaríkjadala í miskabætur. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andy þessi ber Carey þessum sömu sökum, hann gerði það fyrst fyrir hálfu öðru ári en dró þá kæruna til baka, en nú er hann aftur kominn á kreik. Andy Stone samdi og hljóðritaði lagið „All I want for Christmas is you“ og gaf það út með hljómsveit sinni Vince Vance and the Valiants árið 1988. Það var svo ekki fyrr en sex árum síðar, árið 1994 sem Mariah Carey gaf út jólalag með nákvæmlega sama nafni. Lagið sló strax í gegn, og slær í raun í gegn á hverju einasta ári, því Mariah Carey er snillingur í að markaðssetja þetta sama, en núorðið sígilda jólalag, þann 1. nóvember á hverju ári, strax og Hrekkjavöku lýkur. Talið er að hún hafi hagnast um rúmlega 70 milljónir dala á þessu eina lagi. Fyrir óbreyttan leikmann eru ekki mikil líkindi með lögunum tveimur, hins vegar eru stór hluti textans nánast samhljóma, og stundum er eins og Maria Carey hafi bara umorðað hugsanir Andy Stone, klætt þær í aðeins öðruvísi búning. Þá hefur það ýtt undir grunsemdir manna að Carey og meðhöfundur hennar að laginu, Walter Afanasieff, segja tvær ólíkar sögur af tilurð lagsins. En menn geta síðan spurt sig, ef Mariah Carey var að stela lagi frá einhverjum óþekktum sveitasöngvara, hefði hún þá ekki látið lagið heita eitthvað annað. Hérna er brot úr lagi Andy Stone og dæmi nú hver sem vill.
Jólalög Tónlist Bandaríkin Hollywood Höfundarréttur Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Sjá meira