Elsti leikmaður NBA deildarinnar með 37 stig og sigurstigið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 16:00 LeBron James treður boltanum í körfuna á móti Houston Rockets. AP/Eric Thayer LeBron James minnti enn á ný á sig í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann fór fyrir 105-104 sigri Los Angeles Lakers á Houston Rockets. James, sem heldur upp 39 ára afmælið sitt í næsta mánuði og varð á dögunum elsti leikmaðurinn í deildinni. LeBron James' CLUTCH performance propelled the Lakers to a close win over the Rockets! 37 PTS 8 AST 6 REB Game-winning free throw pic.twitter.com/OXr3sfKpZ6— NBA (@NBA) November 20, 2023 James skoraði 37 stig á 40 mínútum í leiknum á móti Houston og komst upp fyrir Kobe Bryant á listanum yfir þá sem hafa átt flesta leiki með 35 stig eða meira. Þetta var 237. leikurinn á ferlinum þar sem LeBron skoraði 35 stig í leik. Kobe náði því 236 sinnum á ferlinum. Nú eru það bara Wilt Chamberlain (381 leikir) og Michael Jordan (333 leikir) sem eru fyrir ofan hann. James hitti frábærlega í leiknum eða úr 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósent skotnýtingu. Hann er með 59 prósent skotnýtingu á öllu tímabilinu. James skoraði sigurstigið í leiknum á vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir af leiknum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar, 6 fráköst og 3 stolna bolta í leiknum. "He's the oldest player in the NBA but still acts like he's 20 every day."- Austin Reaves on what makes LeBron special pic.twitter.com/9MAhzC3E90— NBA (@NBA) November 20, 2023 Anthony Davis var með 27 stig og 10 fráköst en Austin Reaves kom með 17 stig og 6 stoðsendingar af bekknum. Reaves var ánægður með gamla karlinn. „Hann er elsti leikmaður deildarinnar en hegðar sér eins og tvítugur strákur á hverjum degi,“ sagði Reaves. Það er allt annað að sjá Lakers liðið eftir brösuga byrjun en liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum. West standings update - Kings win 6 straight, move to fourth seed- Thunder win 5 straight to grab the second seedFor more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/isuLbOBF13— NBA (@NBA) November 20, 2023 NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
James, sem heldur upp 39 ára afmælið sitt í næsta mánuði og varð á dögunum elsti leikmaðurinn í deildinni. LeBron James' CLUTCH performance propelled the Lakers to a close win over the Rockets! 37 PTS 8 AST 6 REB Game-winning free throw pic.twitter.com/OXr3sfKpZ6— NBA (@NBA) November 20, 2023 James skoraði 37 stig á 40 mínútum í leiknum á móti Houston og komst upp fyrir Kobe Bryant á listanum yfir þá sem hafa átt flesta leiki með 35 stig eða meira. Þetta var 237. leikurinn á ferlinum þar sem LeBron skoraði 35 stig í leik. Kobe náði því 236 sinnum á ferlinum. Nú eru það bara Wilt Chamberlain (381 leikir) og Michael Jordan (333 leikir) sem eru fyrir ofan hann. James hitti frábærlega í leiknum eða úr 14 af 19 skotum sínum sem gerir 74 prósent skotnýtingu. Hann er með 59 prósent skotnýtingu á öllu tímabilinu. James skoraði sigurstigið í leiknum á vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir af leiknum. Hann var einnig með 8 stoðsendingar, 6 fráköst og 3 stolna bolta í leiknum. "He's the oldest player in the NBA but still acts like he's 20 every day."- Austin Reaves on what makes LeBron special pic.twitter.com/9MAhzC3E90— NBA (@NBA) November 20, 2023 Anthony Davis var með 27 stig og 10 fráköst en Austin Reaves kom með 17 stig og 6 stoðsendingar af bekknum. Reaves var ánægður með gamla karlinn. „Hann er elsti leikmaður deildarinnar en hegðar sér eins og tvítugur strákur á hverjum degi,“ sagði Reaves. Það er allt annað að sjá Lakers liðið eftir brösuga byrjun en liðið hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum. West standings update - Kings win 6 straight, move to fourth seed- Thunder win 5 straight to grab the second seedFor more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/isuLbOBF13— NBA (@NBA) November 20, 2023
NBA Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum