Á ríkið að reka flutningsfyrirtæki? Bryndís Haraldsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:01 Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Bryndís Haraldsdóttir Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Svarið við því er skýrt NEI í mínum huga, en þá má velta fyrir sér hvað Íslandspóstur er og af hverju hann er enn þá í eigu ríkisins. Ríkinu ber að tryggja ákveðna lágmarksþjónustu þegar kemur að póstsendingum. En í breyttum heimi hefur póstþjónusta breyst mikið og snýr nú meira og meira að pakka sendingum og minna og minna að bréfpósti. Einhver samkeppni er í bréfadreifingu í flestum þéttbýlum landsins en fjöldi fyrirtækja sinnir pakka sendingum og er hægt að senda pakka um allt land með einkaaðilum. Eftir að netverslun jókst til muna hefur fyrirtækjum sem bjóða upp á þessa þjónustu fjölgað. Þau fyrirtæki kvarta mikið undan Íslandspósti og telja að verið sé að veita ríkisframlagi í samkeppnisrekstur. Ég tel að ríkið gæti tryggt lágmarksþjónustu með því að bjóða þjónustuna út þar sem ekki er samkeppni til staðar. Snýr það þá fyrst og fremst að bréfadreifingu í dreifbýli og á minnstu þéttbýlisstöðunum. Ekkert er því til fyrirstöðu að ríkið selji fyrirtækið Íslandspóst og/eða eigur þess. Nýverið lagði ég fram þingsályktun þar sem ráðherra er falið að láta gera markaðskönnun þar sem metið verði hvort nauðsynlegt sé að tryggja alþjónustu með samningi, útnefningu eða útboði um póstþjónustu, og hefja í kjölfarið undirbúning útboðs á þeim þjónustuþáttum eða landsvæðum þar sem lágmarksþjónusta er ekki veitt á markaðsforsendum. Með því fæst yfirsýn yfir hvaða þáttum alþjónustu (lágmarkspóstþjónustu) er verið að sinna á viðskiptalegum forsendum. Jafnframt þarf að greina hvort önnur fyrirtæki en Íslandspóstur ohf. myndu veita lágmarkspóstþjónustu á þeim fáu stöðum þar sem samkeppni er mögulega ekki til staðar ef þau þyrftu ekki að keppa við niðurgreiddan ríkisrekstur. Markmiðið er að greina hvort hægt sé að leysa lágmarksþjónustuskyldur Íslands með öðrum hætti en útnefningu Íslandspósts sem alþjónustuveitanda til ársins 2030, t.d. með útboði ef þörf er á. Seljum Íslandspóst Það er alveg ljóst að hægt er að ná fram stærðarhagkvæmni við veitingu lágmarkspóstþjónustu með útvistun verkefna Íslandspósts ohf. til sambærilegra aðila sem sérhæfa sig í mismunandi þáttum póstþjónustu víða um landið. Það er ekki löglegt að niðurgreiða póstþjónustu sem veitt er á venjulegum viðskiptagrundvelli. Nú þegar hefur 1,7 milljarður verið greiddur Íslandspósti ohf. fyrir að veita þjónustu sem er að mestu leyti í samkeppni við einkaaðila og lengi vel var veitt umfram lágmarkskröfur laganna. Erfitt er að sjá að það geti verið kvöð á fyrirtækinu ef það kýs að veita meiri þjónustu en ætlast er til. Venjulegt fyrirtæki myndi ekki veita þjónustu umfram lágmarkskröfur nema eitthvað væri upp úr því að hafa, beint eða óbeint. Greiðslur til Íslandspósts úr ríkissjóði hafa valdið mikilli röskun á samkeppni og eftirspurn og orðið til þess að fyrirtæki sækja ekki frekar inn á markaðinn vegna niðurgreiddrar þjónustu ríkisins. Það er löngu kominn tími til að breyta þessu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokkins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun