Slagsmál og reiður Messi þegar Argentína vann sögulegan sigur í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 07:32 Lionel Messi fagnar sigri agentínska landsliðsins í Rio de Janeiro í nótt. AP/Silvia Izquierdo Síðasti landsleikur Lionel Messi í Brasilíu varð sögulegur í nótt þegar Argentína vann 1-0 sigur á nágrönnum sínum og erkifjendum í undankeppni HM 2026. Messi var samt reiður eftir leikinn. Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023 Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira
Spilað var á hinum heimsfræga Maracana leikvangi í Rio de Janeiro. Þetta er fyrsta tap Brasilíumanna í sögunni á heimavelli í undankeppni HM en liðið var búið að spila 64 fyrstu leikina án þess að tapa. Eina mark leiksins skoraði miðvörðurinn Nicolás Otamendi í seinni hálfleiknum. Argentína er á toppnum í Suður-Ameríku riðlinum með fimmtán stig en Brasilíumenn bara í sjötta sæti með sjö stig. Otamendi puts Argentina ahead! Beautiful header! pic.twitter.com/4c4my1Gc2i— ESPN FC (@ESPNFC) November 22, 2023 69 þúsund manns voru á leiknum og var uppselt. Uppákoma rétt fyrir leik setti ljótan svip á hann. Stuðningsmenn Argentínu byrjuðu að slást við heimamenn í þjóðsöngvunum og í framhaldinu braut fólk sér leið inn á leikvöllinn til að flýja slagsmálin. This looks like a movie scene.Bloody Brazil vs Argentina pic.twitter.com/NOLIgOj1XM— MegaTired (@MegaTiredHuman) November 22, 2023 Leiknum seinkaði um næstum því hálftíma en argentínsku leikmennirnir biðluðu til stuðningsmenn sinna að róa sig. Þeir fóru síðan inn í klefa og neituðu að koma aftur fyrr en allt róaðist. Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, hljóp áður upp að stúkunni á einum stað og reyndi að fá brasilísku lögregluna til að hætta ofbeldi sínu gegn argentínsku stuðningsmönnunum. Lionel Messi var reiður eftir leikinn enda mjög ósáttur með framgöngu brasilísku lögreglunnar. Hoy, tras lo vivido previo al Brasil-Argentina, vale la pena recordar las palabras que dijo Messi hace un año. pic.twitter.com/J8URGslOiY— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 22, 2023 „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi. Brazil have only TWO defeats in their home in 70 years. Both against Argentina, both against Messi. pic.twitter.com/udwKH8tLU5— L/M Football (@lmfootbalI) November 22, 2023
Argentína Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Sjá meira