Messi: Þetta hefði getað endað sem harmleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Lionel Messi hafði miklar áhyggjur af argentínsku stuðningsmönnunum í stúkunni eftir meðferðina frá brasilísku lögreglunni. AP/Silvia Izquierdo Lionel Messi var harðorður þegar hann tjáði sig um slagsmálin og aðgerðir brasilísku lögreglunnar á leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023 Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira