Messi: Þetta hefði getað endað sem harmleikur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 10:30 Lionel Messi hafði miklar áhyggjur af argentínsku stuðningsmönnunum í stúkunni eftir meðferðina frá brasilísku lögreglunni. AP/Silvia Izquierdo Lionel Messi var harðorður þegar hann tjáði sig um slagsmálin og aðgerðir brasilísku lögreglunnar á leik Argentínu og Brasilíu í undankeppni HM í nótt. Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023 Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Argentína vann þarna 1-0 sigur á Brasilíu en leiknum seinkaði um tuttugu mínútur vegna óláta í stúkunni. Lögreglan réðst í framhaldinu á stuðningsmenn argentínska landsliðsins og Messi sagði frá því að á því svæði hefðu verið fjölskyldur og vinir leikmanna argentínska landsliðsins. Messi og félagar hans reyndu að róa stuðningsmennina áður en þeir fóru inn í klefa og biðu eftir því að allt róaðist. Það má sjá þá ganga þangað hér fyrir neðan. Incidentes en la previa del clásico sudamericano. Momentos antes del inicio del partido hay disturbios en la tribuna y los jugadores de ambas selecciones intentan calmar los ánimos. Se demora el arranque de Brasil vs Argentina por las #Eliminatorias. pic.twitter.com/V8kSg4iYNj— Televisión Pública (@TV_Publica) November 22, 2023 „Þetta var slæmt vegna þess hvernig lögreglan var að berja fólkið,“ sagði Lionel Messi. „Við fórum inn í búningsklefa af því að það var besta leiðin til að róa fólk. Þetta hefði getað endað sem harmleikur,“ sagði Messi. „Þú ferð að hugsa um fjölskyldurnar og fólkið sem er hér. Við vitum ekki hvað sé í gangi og höfðum miklar áhyggjur. Það að spila fótboltaleik á þeirri stundu var orðið aukaatriði,“ sagði Messi. Leikurinn fór af stað en þótt að Messi hafi ekki náð að skora þá vann Argentína þarna fyrsta sigurinn í sögu undankeppni HM á Brasilíu í Brasilíu. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna,“ sagði Messi harðorður. Þeir fögnuðu samt sigrinum eins og sjá má hér fyrir neðan. #Eliminatorias Porque los jugadores me van a demostrar que salen a ganar, que quieren salir campeón, pic.twitter.com/uZmy3vgAJg— Selección Argentina (@Argentina) November 22, 2023
Argentína HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira