Martínez reyndi að taka kylfu af löggu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Emiliano Martínez var heitt í hamsi fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2026. epa/Andre Coelho Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu. Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira