Kaffi eða jafnrétti? Stella Samúelsdóttir skrifar 25. nóvember 2023 09:01 Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Heimurinn einsetti sér að ná kynjajöfnuði fyrir árið 2030 þega Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt árið 2016. Í ár var staðan tekin á framgangi þessara sautján markmiða og sýndi hún að heimurinn á mjög langt í land með að ná jafnrétti og hefur í raun brugðist konum og stúlkum í þeim efnum. Sér í lagi þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Á ári hverju, verða 245 milljónir kvenna og stúlkna um allan heim fyrir líkamlegu- og/eða kynferðislegu ofbeldi af hendi maka. 86% kvenna og stúlkna í heiminum búa í ríkjum sem veita ekki lagalega vernd gegn kynbundnu ofbeldi. 614 milljónir kvenna og stúlkna bjuggu á átakasvæðum árið 2022, þetta eru 50% fleiri konur og stúlkur en árið 2017. Konur og stúlkur á átakasvæðum búa við aukna hættu á að verða fyrir ofbeldi, þar með talið heimilisofbeldi. Tíðni heimilisofbeldis er 2,4 sinnum hærra á svæðum þar sem ótryggt ástand ríkir. Það er sama hversu oft við heyrum þessar tölur, þær eru alltaf jafn sláandi. Og þær virðast því miður aldrei fara lækkandi. Konur og stúlkur búa við þann ólíðandi veruleika að vera hvergi öruggar fyrir hættunni á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Þær eru beittar ofbeldi innan veggja heimili síns af hendi fjölskyldumeðlima eða maka, á vinnustað sínum af hendi samstarfsmanna og viðskiptavina, í skólanum af hendi kennara og samnemenda, við íþróttaiðkun, á götum úti af hendi ókunnugra og í almennum rýmum svo sem verslunum, skemmtistöðum, kaffihúsum, lestum og strætisvögnum og nú einnig í starfrænum rýmum. Konur og stúlkur virðast hvergi öruggar. Þessi stöðuga ógn við ofbeldi er veruleiki minn og kynsystra minna um allan heim og þegar rýnt er í tölurnar er auðvelt að finna til uppgjafar. En sannleikurinn er sá að hægt er að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi. UN Women, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur að jafnrétti og valdeflingu kvenna um allan heim, áætlar að það muni kosta heiminn 360 milljarða Bandaríkjadala að koma jafnrétti á í heiminum og þar með uppræta kynbundið ofbeldi. Til að setja þá upphæð í samhengi, er þetta um það bil 2/3 þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi á hverju ári. Þetta er því í raun ekki svo há upphæð. Það sem skortir er viljinn til að fjárfesta í jafnrétti og fjármagna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt upplýsingum frá UN Women hafa 78% ríkja heims ráðstafað fjármunum í lagabreytingar sem eiga að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi. En lagabreytingar einar og sér eru ekki nóg heldur þarf heildrænar lausnir. Það þýðir lítið að breyta lögum, þegar þolendur fá ófullnægjandi þjónustu frá löggjafarvaldinu, eiga hvergi öruggt skjól né hafa ráð á sálrænni- eða lagalegri aðstoð í kjölfar ofbeldis. En það kostar líka að gera ekki neitt. Kostnaður við heimilisofbeldi á Íslandi hefur verið tekinn saman og nam um 100 milljónum króna á tímabilinu 2005 til 2014, samkvæmt hagdeild Landspítalans. En þá er aðeins verið að taka inn í reikninginn þær konur sem sækja sér aðstoðar vegna áverka og segja á annað borð frá ofbeldinu. Finnsk rannsókn sýndi að konur sem koma á spítala vegna heimilisofbeldis og segja frá, eru aðeins um 10% af heildinni. Þarna er ekki heldur verið að taka tillit til langtímaáhrifa á borð við vinnutap, ótímabæran dauða, minnkuð afköst, áhrif á börn, örorku, lyfjakostnað eða sálfræðikostnað. Raunkostnaður samfélagsins hleypur því á milljörðum króna. 25. nóvember er Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi, sem lýkur 10. desember á Alþjóðlega mannréttindadeginum. Þann 10. desember nk. eru 75 ár frá því að Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt, en kynbundið ofbeldi er einmitt talið vera eitt víðtækasta mannréttindabrot heims og er skilgreint sem heimsfaraldur af stofnunum Sþ. Ákall Sameinuðu þjóðanna og félagasamtaka sem starfa á þessum vettvangi í ár er ákall eftir frekara fjármagni frá stjórnvöldum og fyrirtækjum svo uppræta megi kynbundið ofbeldi í eitt skipti fyrir öll. Það er hægt að uppræta þessi mannréttindabrot, en til þess þarf vilja og fjármagn – fjármagn sem er aðeins hluti þeirrar upphæðar sem heimurinn eyðir í kaffi árlega. Það hljómar ekki svo ógerlegt, eða hvað? Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun