Heildarlög um sjávarútveg Svandís Svavarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 15:31 Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag birtast á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til heildarlaga um sjávarútveg og drög að þingsályktun um sjávarútvegsstefnu. Frumvarpsdrögin voru byggð á þeirri stefnumótunarvinnu sem lauk í haust með útgáfu skýrslunnar „Auðlindin okkar“. Þar voru lagðar fram þrjátíu tillögur að breytingum sem hafa það að markmiði að tryggja betur hagkvæmni og sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag. Tillögurnar hafa nýst vel við undirbúning þessa frumvarps sem hefur tvíþætt markmið. Annarsvegar að leiða í lög þær tillögur sem eru afrakstur undanfarinna missera ásamt því að einfalda og uppfæra núgildandi löggjöf. Mín von er sú að með þeim umbótum sem lagðar eru til sérstaklega á sviði gagnsæis séu sköpuð skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg, enda séu leikreglur skýrari, upplýsingar liggi fyrir og ýmis álitamál leidd til lykta. Stjórn nýtingar á forsendum umhverfis Í frumvarpinu og í stefnunni er byggt á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Stefnan skýrir hvert við viljum halda með sjávarútveg. Tekið verður betur utan um fiskveiðistjórnun þannig að vistkerfis- og varúðarnálgun sé skrifuð inn í lögin. Skýr ákvæði um verndarsvæði í hafi og stýring veiðiálags með veiðarfærum í stað stærðar skipa munu gera kleift að ná meiri árangri í verndun vistkerfa hafsins. Það er mikilvægt í því skyni að okkur sé kleift að leiða í lög meginsjónarmið umhverfisréttar á þessu sviði en jafnframt að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, sem leggja sívaxandi áherslu á vistkerfisnálgun og verndun líffræðilegrar fjölbreytni. Gagnsæi forsenda sáttar Samhliða vinnu við Auðlindina okkar fékk ráðuneyti mitt Félagsvísindastofnun til að framkvæma stærstu viðhorfskönnun meðal almennings um sjávarútveg sem gerð hefur verið. Eitt af því sem þar kom í ljós var að almenningur á Íslandi telur aukið gagnsæi vera lykilatriði til þess að auka sátt. Þrátt fyrir að ekkert eitt atriði geti í sjálfu sér framkallað sátt þá tel ég það einboðið að gera þurfi verulegar umbætur á gagnsæismálum í sjávarútvegi. Þannig eru lagðar til í frumvarpinu breytingar á hugtökum um yfirráð og tengda aðila til samræmis við aðra löggjöf sem gildir á Íslandi. Þá er lagt til að víkka út upplýsingaskyldu á stærri útgerðir og skerpt á heimildum stofnana til þess að geta viðhaft viðvarandi eftirlit með eignarhaldi og eignatengslum. Til þess að hvetja til dreifðara eignarhalds í sjávarútvegsfyrirtækjum er lagt til að fyrirtæki skráð á markað megi vera stærri en sjávarútvegsfyrirtæki sem ekki eru skráð. Enda eru meiri kröfur á gagnsæi eignarhalds og ákvarðanatöku í félögum sem lúta reglum sem gilda um skráð félög. Flókin kerfi einfölduð Hvað varðar hin svokölluðu byggðakerfi er lagt til að einfalda þau og skerpa á markmiðum þeirra. Þessi kerfi eru sum hver komin til ára sinna og árangur af þeim óviss, auk þess sem að fyrirsjáanleiki í hluta þeirra er lítill. Lagt er til að markmið strandveiða og aflamarks Byggðastofnunar verði lögfest og skýrt til þess að gera kleift að meta árangur sem af þessum kerfum verða. Í frumvarpinu eru lagðar til tvær útfærslur á framkvæmd innviðaleiðar sem lögð var til í niðurstöðum Auðlindarinnar okkar. Önnur gerir ráð fyrir því að stjórnvöld bjóði aflaheimildirnar tímabundið upp og tekjum sem af því skapast sé úthlutað til sjávarbyggða. Hin gerir ráð fyrir því að úthluta aflaheimildum beint til sveitarfélaga sem bjóði þær heimildir til leigu og nýti tekjurnar til þess að styðja við sjávarbyggðir. Þá er lagt til að leggja niður, með fjögurra ára aðlögun, línuívilnun og skel- og rækjubætur. Veiðigjald hækkað á uppsjávartegundir Lagt er til í drögunum að hækka veiðigjöld á uppsjávartegundir. Sú breyting skilar auknum tekjum í sameiginlega sjóði. Í skýrslu Auðlindarinnar okkar var bent á núverandi álagning veiðigjalda kæmi misjafnt niður á fyrirtækjum eftir því hvort þau veiddu botnfisk eða uppsjávarfisk. Álagning legðist vægar á fyrirtæki í uppsjávarveiðum heldur en í botnfiskveiðum. Þá er lagt til að felld verði brott ákvæði um að veiðigjald sé rekstrarkostnaður. Breytingar sem lagðar eru til eru í samræmi við forsendur fjármálaáætlunar sem samþykkt var í vor á Alþingi, en þar var gert ráð fyrir auknum tekjum af veiðigjaldi á næstu árum. Íslenskur sjávarútvegur er að svo mörgu leyti til fyrirmyndar. Hann hefur mikla aðlögunarhæfni og er í fararbroddi á mörgum sviðum. Ekki síst þegar kemur að framlagi greinarinnar til samfélagsins, nýtingarhlutfalli afla og í nýsköpun. Við þurfum að hlaupa hratt til þess að viðhalda þeirri stöðu, með því að skýra reglur og uppfæra. Án umbóta, án aukins gagnsæis munum við ekki geta skapað skilyrði til aukinnar sáttar um sjávarútveg. Stöðnun mun koma í veg fyrir frekari árangur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun