Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 27. nóvember 2023 11:31 Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Jól Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er komið að því, jólin og jólaundirbúningurinn er hafinn og allt er farið af stað. Við upplifum þetta tímabil á ólíkan hátt - sumir finna fyrir gleði og ánægju á meðan aðrir upplifa stress og erfiðleika. Margir upplifa blöndu af þessum tilfinningum. Það er ekki óalgengt að finna fyrir áhrifum frá umhverfinu sem getur aukið kröfur og væntingar til okkar á þessum tímum. Algengt er að margir setji sér markmið eins og að kaupa jólagjafirnar fyrr og fækka boðum en þrátt fyrir göfug markmið enda samt margir í því að vera á hlaupum eftir síðustu pökkunum á Þorláksmessu og í stanslausu hlaupi á milli jólaboða. Stór þáttur í þessari flóknu upplifun er hvernig heilinn okkar hefur þróast til að hjálpa okkur að lifa af, en ekki til að líða vel. Þetta má rekja til þriggja grundvallarkerfa í heilanum okkar; ógnarkerfis, drifkerfis og sefkerfis. Ógnarkerfið hjálpar okkur að bregðast við hættum og tryggja að við séum hluti af samfélaginu, jafnvel í smáatriðum eins og að hafa ,,rétta" jólaskrautið. Drifkerfið hvetur okkur til að standa okkur í lífinu, hvort sem það er að safna eignum, kaupa fullkomnar jólagjafir, eða sjá til þess að við séum sýnileg í félagslegu samhengi. Á hinn bóginn hefur sefkerfið okkar annað hlutverk; það virkjast við róandi aðstæður á borð við bókalestur og gæðastundir með fjölskyldu eða vinum. Sefkerfið hjálpar okkur að ná jafnvægi gagnvart þeim kröfum og spennu sem ógnar- og drifkerfi vekja upp. Til að jafna út áhrifin frá ógnar- og drifkerfinu er mikilvægt að virkja sefkerfið okkar, sem stuðlar að ró og vellíðan. Með einföldum aðferðum eins og hugleiðslu, þakklætisæfingum og öndunartækni getum við virkjað sefkerfið til að stuðla að betri líðan. Sérstaklega núna í desember þegar áreitið er sem mest. Þrjár einfaldar leiðir til að gera þetta eru hugleiðsla, þakklætisæfingar og öndunartækni. Hugleiðsluaðferð: Taktu eftir því hvaða hugsanir eru að fara í gegnum hugann þinn núna. Fylgstu með þeim koma og fara, eins og ský sem ferðast í gegnum himinninn. Gefðu þér smá stund til þess að gera þetta. Þetta mun hjálpa þér að fá fjarlægð frá hugsunum þínum og átta þig á því að þú ert ekki hugsanir þínar. Virkja jákvæðar tilfinningar: Hvar sem þú ert stödd eða staddur í jólaösinni rifjaðu upp a.m.k. 3 hluti sem þú ert þakklát eða þakklátur fyrir að hafa upplifað síðasta dag eða viku. Ekkert er of lítið eða of stórt, allt er leyfilegt. Ef þú getur skaltu reyna að ná upp í 10. Gerðu þetta hvenær sem þú hefur auka tíma t.d. í biðröð, í umferðarteppu eða í jólaklippingunni o.s.frv. Öndunartækni: Leggðu höndina á magann þinn, taktu innöndun og finndu magann þinn þenjast út eins og blaðra, teldu upp á fjóra, taktu svo hæga útöndun og dragðu magann þinn inn og teldu upp á 6. Endurtaktu þetta 3 - 4 sinnum eða eins oft og þú getur og þarft eftir aðstæðum. Með því að gefa sér reglulega tíma til að iðka þessar leiðir í gegnum jólaösina má taka stjórn á eigin ástandi og upplifa meiri ánægju og gleði í gegnum jólaundirbúninginn og jólin. Framundan er tveggja tíma námskeið hjá Opna háskólanum í HR í beinu streymi þar sem þátttakendum gefst tækfiæri til þess að læra þessi hagnýtu verkfæri til að draga úr streitu og efla þrauteigju. Námskeiðið kallast Passaðu púlsinn í desember og verður á dagskrá þann 1. desember. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun