Frelsi leikskólanna Stefanía Sigurðardóttir skrifar 28. nóvember 2023 07:01 Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefanía Sigurðardóttir Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar styttist í jólin þurfa foreldrar leiksskólabarna að bóka sumarfríið sitt hjá sínum vinnuveitanda til að eiga einhverja von um að geta verið í fríi með börnunum sínum. Fyrir allnokkru myndaðist sú hefð sem síðar varð regla að leiksskólar lokuðu í 4 vikur á hverju sumri. Án þess að hafa gögn fyrir mér í því þá giska ég að þeir loki flestir ef ekki allir í júlí og eitthvað þar um kring. Leikskólarnir hafa val um nákvæma tímasetningu en þeir skulu vera lokaðir í 4 vikur. Um það er ekki val. Hentar öllum foreldrum að taka sumarfrí í júlí? Margir foreldrar ná eflaust að skrá sig í frí á þeim tíma sem leiksskólanum er lokað en það er ekki sjálfgefið. Dæmi eru um að báðir foreldrar vinni í þannig umhverfi að hvorugt þeirra kemst í frí í júlí. Þetta á til dæmis við um starfsfólk í heilbrigðiskerfinu. Landspítalinn lokar jú ekki og þá þurfa foreldrarnir að finna einhvern til að vera með leiksskólabarninu á meðan þeir eru í vinnu og síðan fer barnið aftur í frí frá leikskólanum þegar foreldrarnir fá frí. Undirmönnun leikskóla vegna sumarleyfa Leikskólastjóri benti mér á það nýlega, að það sé ekki þannig að allir starfsmenn leikskóla vilji taka sumarfrí á sama, fyrirfram boðaða, tíma. Starfsmenn eiga líka oft inni lengra frí en 4 vikur og því þarf að ná að manna leikskólann þegar þeir starfsmenn klára fríið sitt. Áður en það leikskólum var almennt lokað í 4 vikur var mjög algengt að skólafólk starfaði þar í afleysingum á sumrin. Nú er hins vegar snúnara að manna afleysingar, því sumarstarfsmenn vilja ekki 4 vikna leyfi í júlí. Þá stöndum við kannski uppi með það að leiksskólinn sé undirmannaður í kringum um þessar fjórar vikur með auknu álagi á starfsmenn skólanna og foreldra barnanna. Leiksskólastjórinn velti líka upp þeirri spurningu hvort að með því að minnka möguleika nema á að vinna á sumrin í leiksskólum þá dragi úr möguleikum ungs fólks að kynnast starfi leikskóla. Hvatinn til þess að fara í nám á þessu sviði væri því minni. Þessa tilgátu ber að skoða því ef það er raunin að nemar séu að missa það tækifæri að kynnast þessu mikilvæga starfi þá eigum við að skoða leiðir til að opna þann möguleika á ný. Mega leikskólar ekki stjórna þessu sjálfir? Hvað er þá til ráða? Ég er ekki að mælast til þess að við minnkum sumarfrí barna né starfsmanna leiksskóla. Ég veit að það er nauðsynlegt fyrir börn og fullorðna að fá samfellt nokkra vikna frí. En ætti ekki að leyfa leikskólunum sjálfum að ráða hvort þeir loki í fjórar vikur á hverju sumri eða hvort þeir útfæri þetta með öðrum hætti? Leikskólar gætu leyft foreldrum að óska eftir fríi á þeim tíma sem hentar þeirra fjölskyldu, leyft starfsmönnum að velja sér frí og fengið skólafólk í afleysingar. Allt þetta yrði sett í vald hvers leiksskóla fyrir sig og skólarnir gætu sjálfir ákveðið hvað hentar þeim best með tilliti til mönnunar og faglegs starfs. Höfundur er foreldri barns á leikskóla.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar