Tótla nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2023 17:17 Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. Vísir/Vilhelm Stjórn Barnaheilla hefur ráðið Tótlu I. Sæmundsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra félagsins. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Tótla hafi margra ára reynslu sem fræðslustjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna ’78 og áratugsreynslu úr fjölmiðlum. Tótla sé með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Barnaheill – Save the Children á Íslandi séu hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children og vinni að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill séu leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Barnaheillum. Félagið á langa og merkilega sögu og hefur sinnt mikilvægu hlutverki í að vinna að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra. Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi sérfræðinga að velferð og mannréttindum barna,“ er haft eftir Tótlu. „Við erum himinlifandi að fá Tótlu til liðs við okkur hjá Barnaheillum. Reynsla hennar, drifkraftur og þekking verða grunnurinn að framkvæmd nýrrar og metnaðarfullrar stefnu samtakanna. Breyttum heimi fylgja ný og krefjandi viðfangsefni, svo sem loftslagsbreytingar og stríð, sem hafa afgerandi áhrif á lífsskilyrði barna og ungmenna. Við erum sannfærð um að Tótla sé rétta manneskjan til að leiða þá stórsókn sem Barnaheill munu nú fara í, með það að markmiði að tryggja rétt barna til lífs, verndar, þroska og þátttöku í samfélaginu,“ er haft eftir Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formanni stjórnar Barnaheilla. Vistaskipti Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að Tótla hafi margra ára reynslu sem fræðslustjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna ’78 og áratugsreynslu úr fjölmiðlum. Tótla sé með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Barnaheill – Save the Children á Íslandi séu hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children og vinni að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill séu leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. „Það eru spennandi tímar framundan hjá Barnaheillum. Félagið á langa og merkilega sögu og hefur sinnt mikilvægu hlutverki í að vinna að bættum hag barna og fjölskyldna þeirra. Ég hlakka til að vinna með þessum öfluga hópi sérfræðinga að velferð og mannréttindum barna,“ er haft eftir Tótlu. „Við erum himinlifandi að fá Tótlu til liðs við okkur hjá Barnaheillum. Reynsla hennar, drifkraftur og þekking verða grunnurinn að framkvæmd nýrrar og metnaðarfullrar stefnu samtakanna. Breyttum heimi fylgja ný og krefjandi viðfangsefni, svo sem loftslagsbreytingar og stríð, sem hafa afgerandi áhrif á lífsskilyrði barna og ungmenna. Við erum sannfærð um að Tótla sé rétta manneskjan til að leiða þá stórsókn sem Barnaheill munu nú fara í, með það að markmiði að tryggja rétt barna til lífs, verndar, þroska og þátttöku í samfélaginu,“ er haft eftir Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, formanni stjórnar Barnaheilla.
Vistaskipti Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira