Loðið orðalag í tímamótaáætlun Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 14:28 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur er fullur efasemda um gagnsemi tímamótaáætlunar sem Lilja D. Alfreðsdóttir kynnti í morgun, til varnar íslenskunni. vísir/vilhelm Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus, er fullur efasemda um tímamótaáætlun um íslenska tungu, sem kynnt var með pompi og prakt fyrr í dag. Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum. Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tæpum einum og hálfum milljarði verður veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu sinnar tegundar sem ráðist hefur verið í, að sögn menningarráðherra. Rík áhersla verður lögð á íslenskukennslu innflytjenda. Sáralítið hefur breyst Aðgerðaáætlunin, sem kynnt var með viðhöfn í Hörpu nú fyrir hádegi, byggir á vinnu ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu sem sett var á laggirnar í fyrra. Áætlunin er í nítján liðum, tekur til næstu þriggja ára og að henni koma fimm ráðuneyti. Umfangsmesta átak sinnar tegundar frá upphafi, að sögn Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra. Svo segir í frétt Vísis frá því fyrr í dag. Eiríkur Rögnvaldsson var viðstaddur þegar aðgerðaáætlunin var kynnt og hann er fullur efasemda um gagnsemi hennar. Eiríkur lýsir þessum efasemdum sínum í pistli sem hann birtir í Facebook-hópnum Málspjall. Hann hefur nú borið upphafleg drög saman við framlagða tillögu og honum sýnist sem sáralítið hafi breyst. „Einni aðgerð hefur verið bætt við, orðalagi hnikað til á stöku stað og samstarfsaðilum víða bætt í upptalningu, en efnislega er þetta nokkurn veginn sama tillagan. Þess vegna eru athugasemdir mínar um það sem vantar í tillöguna að mestu leyti enn í fullu gildi. Meginathugasemd mín laut að fjármögnun aðgerðanna sem ekki var nefnd í drögunum. Ég taldi mikilvægt að einstökum aðgerðum fylgdi kostnaðarmat.“ Verði kemur 43 sinnum fyrir í tillögunni Eiríkur vitnar í fyrri athugasemdir sínar, frá í sumar en þar sagði hann: „Aðgerðaáætlunin er metnaðarfull á margan hátt og í henni er að finna fjölda góðra áforma um aðgerðir sem örugglega munu efla íslenskuna verulega ef þeim verður hrint í framkvæmd.“ Þetta segir Eiríkur í fullu gildi en við megi bæta því að orðalag almennt sé of loðið í tillögunni. „Hún er skrifuð í viðtengingarhætti – orðið verði kemur t.d. 43 sinnum fyrir í henni („leitað verði leiða“, „lögð verði áhersla“, „hvatt verði til“, „samráð verði“ o.s.frv.). Hér hefði ég kosið ákveðnara og afdráttarlausara orðalag. Í flestum liðum eru nefnd dæmi um hugsanlega samstarfsaðila – sem er gott – en ekki kemur fram hvort rætt hafi verið við þessa aðila eða hvort vitað sé um hug þeirra til samstarfs,“ segir Eiríkur meðal annars í pistli sínum.
Íslensk tunga Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innflytjendamál Menning Tengdar fréttir Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10 Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Kynntu aðgerðir til bjargar íslenskunni Kynningarfundur um áherslur ráðherranefndar um málefni íslenskrar tungu verður haldinn klukkan 11 í Hörpuhorni Hörpu. 29. nóvember 2023 10:10
Eigum kröfu á að íslenska sé notuð þar sem hægt er Stjórnvöld hvetja landsmenn til að tilkynna auglýsingar hér á landi á öðrum tungumálum en íslensku. Fyrrverandi prófessor segir eðlilegt að auglýsa á ensku, svo lengi sem íslenskan sé líka til staðar. 21. nóvember 2023 23:00