ASÍ kallar ríki og sveitarfélög til ábyrgðar í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2023 19:20 Finnbjörn A, Hermannsson forseti ASÍ segir greinilegt að ekki væru allir tilbúnir til að leggja sitt lóð á vogarskálar í baráttunni við verðbólguna. Stöð 2/Ívar Fannar Verkalýðshreyfingin kallar ríki, sveitarfélög og fyrirtæki til ábyrgðar í baráttunni við verðbólguna. Engin merki væru á lofti um að þessir aðilar ætli að leggja sitt af mörkum, sem geti sett stórt strik í reikninginn fyrir komandi kjarasamninga. Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag ítengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir samhljóm innan verkalýðshreyfingarinnar um að félög og landssambönd gangi sameignlega til nýrra langtíma kjarasamninga. „En þetta er það stórt verkefni að verkalýðshreyfingin ein og sér stendur ekki undir því að minnka verðbólgu hér og lækka vexti og annað þess háttar sem þarf til,“ segir Finnbjörn. Verkalýðshreyfingin kalli eftir ábyrgð annarra aðila eins og ríkis, sveitarfélaga, verslunar og fleiri. Engin teikn væru hins vegar á lofti um að þessir aðilar væru að gera eitthvað til koma til móts við verkalýðshreyfinguna í baráttunni við verðbólguna. „Nýjasta dæmið eru þessar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna. Þetta hægir dálítið áverkefninu hjá okkur. Þannig að við förum alltaf að vera varfærari og varfærari og þurfum alltaf fleiri og fleiri öryggisventla í komandi kjarasamninga,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin ræða þessa dagana fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár meðgjaldskrárhækkunum frá fimm til þrjátíu prósent. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í næstu viku. Forseti ASÍ segir einu fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu að gjaldskrár hækkuðu ekki meira en um 2,5 prósent. Ekkert væri aftur á móti komið til móts við kröfur varðandi barna- og vaxtabætur og önnur tilfærslukerfi. Miklar verðbólguvæntingar bendi til að fyrirtæki ætli að hleypa öllum hækkunum út í verðlagið. „Það eru mjög margir sem hafa áhrif á hvernig við verjum laununum okkar. Þá skiptir máli að allir taki sína ábyrgð og standi undir henni. Það eru ekki allir tilbúnir til þess og margir sem eru ekki farnir að sýna á spilin um hvað þeir ætli að gera. Allir eru að kalla eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar en það eru fleiri sem þurfa að vera ábyrgir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn ASÍ Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Samninganefnd Alþýðusambandsins réði ráðum sínum á fundi í dag ítengslum við gerð nýrra kjarasamninga á almennum markaði eftir að núgildandi skammtímasamningar renna úr gildi hinn 31. janúar. Seðlabankinn hefur kallað eftir því að allir leggist á eitt við að ná niður verðbólgunni, bæði aðilar vinnumarkaðarins, hið opinbera og verslunin í landinu. Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ segir samhljóm innan verkalýðshreyfingarinnar um að félög og landssambönd gangi sameignlega til nýrra langtíma kjarasamninga. „En þetta er það stórt verkefni að verkalýðshreyfingin ein og sér stendur ekki undir því að minnka verðbólgu hér og lækka vexti og annað þess háttar sem þarf til,“ segir Finnbjörn. Verkalýðshreyfingin kalli eftir ábyrgð annarra aðila eins og ríkis, sveitarfélaga, verslunar og fleiri. Engin teikn væru hins vegar á lofti um að þessir aðilar væru að gera eitthvað til koma til móts við verkalýðshreyfinguna í baráttunni við verðbólguna. „Nýjasta dæmið eru þessar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna. Þetta hægir dálítið áverkefninu hjá okkur. Þannig að við förum alltaf að vera varfærari og varfærari og þurfum alltaf fleiri og fleiri öryggisventla í komandi kjarasamninga,“ segir forseti ASÍ. Sveitarfélögin ræða þessa dagana fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár meðgjaldskrárhækkunum frá fimm til þrjátíu prósent. Önnur umræða fjárlaga hefst síðan á Alþingi í næstu viku. Forseti ASÍ segir einu fyrirheitin í fjárlagafrumvarpinu að gjaldskrár hækkuðu ekki meira en um 2,5 prósent. Ekkert væri aftur á móti komið til móts við kröfur varðandi barna- og vaxtabætur og önnur tilfærslukerfi. Miklar verðbólguvæntingar bendi til að fyrirtæki ætli að hleypa öllum hækkunum út í verðlagið. „Það eru mjög margir sem hafa áhrif á hvernig við verjum laununum okkar. Þá skiptir máli að allir taki sína ábyrgð og standi undir henni. Það eru ekki allir tilbúnir til þess og margir sem eru ekki farnir að sýna á spilin um hvað þeir ætli að gera. Allir eru að kalla eftir ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar en það eru fleiri sem þurfa að vera ábyrgir,“ segir Finnbjörn A. Hermannsson.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Verðlag Seðlabankinn ASÍ Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06 Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03 Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44 Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21 Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Fleiri fréttir Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sjá meira
Segir ríkisstjórnina skila auðu í baráttunni við verðbólguna Formaður Viðreisnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólgu og háa vexti. Það eina sem ríkisstjórnin hyggðist gera til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs væri flatur niðurskurður án allrar forgangsröðunar. Ekkert væri gert til að draga í raun úr útgjöldum ríkissjóðs. 29. nóvember 2023 20:06
Verkalýðshreyfingin vill stöðva kjaraviðræður vegna gjaldskrárhækkana Formaður VR reiknar með að öllum viðræðum verkalýðshreyfingarinnar við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins verði hætt fram yfir áramót vegna boðaðra gjaldskrárhækkana sveitarfélaga og aðgerðaleysis stjórnvalda. Verkalýðshreyfingin geti ekki ein staðið undir því að keyra niður verðbólguna. 29. nóvember 2023 12:03
Kristrún gagnrýnir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í stuðningi við heimilin Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í morgun fyrir aðgerðarleysi vegna stöðu heimilanna í landinu. Ekkert væri gert varðandi vaxta-, barna- og húsnæðisbætur í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. 23. nóvember 2023 14:44
Biðleikur Seðlabanka gefur færi á víðtæku samstarfi Meginvextir Seðlabankans verða óbreyttir fram yfir gildisíma núgildandi kjarasamninga í lok janúar. Seðlabankastjóri segir að líta megi á þessa ákvörðun sem biðleik en ef ekki fari að draga úr þrálátri verðbólgu væri peningastefnunefnd nauðugur sá kostur að hækka stýrivexti enn meira. 22. nóvember 2023 19:21