Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2023 08:00 Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin. Fyrir þetta fæ ég laun sem geta tæpleg framfleytt mér og börnunum mínum þrátt fyrir að ég sé í 100% vaktavinnu. Hvað um það, öllum er sama ekki satt? Síðastliðið vor upplifði ég í fyrsta skipti að vinna undir kjarasamning sem ég sjálf tók þátt í að samþykkja, þó það sé einungis stuttur samningur sem rennur út næsta vor. Forsendur fyrir því að samþykkja þennan samning var að með honum fylgdi verkáætlun þar sem átti að vinna að ýmsum mikilvægum atriðum fram að næsta samningi, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi út viðhorfskönnun til alla starfandi hjúkrunarfræðinga í byrjun haustsins. Niðurstöðurnar eru alveg í takt við mína upplifun. Þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum eru ánægðir í starfi en á sama tíma hafa rúm 64% hjúkrunarfræðinga alvarlega íhugað að hætta í starfi síðustu tvö árin. Ástæðurnar fyrir því eru helst tvær, álag og launakjör. Framboð og eftirspurn? Vilji fólks almennt er að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þess gerist þörf. Það er eins og búið sé að kippa úr sambandi lögmáli framboðs og eftirspurnar þegar kemur að hjúkrunarfræðingum. Reglulega er talað um að fjölga rýmum, reisa húsnæði fyrir sjúkrastofnanir og byggja hjúkrunarheimili, aldrei fylgir sögunni hver á að vinna þarna. Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum er gríðarleg, framboðið er mun minna. Miðað við hagfræðilögmálið þá ætti verðið á okkur að hækka en þvert á móti erum við að leita í önnur störf. Af hverju? Því vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun. Þegar hjúkrunarfræðingur hættir þá verður vinnuumhverfið verra fyrir hina, álagið verður meira og þjónustan versnar. Í niðurstöðum könnunarinnar sem ég vísaði í áðan kemur í ljós að tæplega 80% hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í vinnunni. Tökum dæmi. Ég er búin að vinna allar mínar vaktir og dauðþreytt eftir því, samt er ég beðin um að vinna aukalega og vinna lengur því enginn annar getur komið í minn stað. Ég veit að enginn annar getur komið, ef ég mæti ekki þá mun samstarfsfólk mitt finna fyrir enn meira álagi. Álagið er mikið, þreytan bætist ofan á það, við þekkjum flest hvernig við erum í kollinum þegar við vinnum of lengi og skyndilega á sér stað atvik sem eyðileggur líf allra sem að því koma. Markmið kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga er að fá laun á við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, útrýma kynbundnum launamun og að fá laun í samræmi við ábyrgð starfsins. Það er nefnilega þannig að sem hjúkrunarfræðingur þá vinn ég hvenær sem er sólarhringsins alla daga ársins. Þetta er ótrúlega spennandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sem hafa þegar leitað í önnur störf hafa sagt að þeir væru til í að koma til baka ef vinnuumhverfið og kjörin væru ásættanleg. Þetta mun kosta Ég fylltist von, eins og svo oft áður, þegar ég sá samstöðuna sem myndaðist í Kvennaverkfallinu í lok október. Auðvitað stigu fram raddir um að jafnrétti væri náð og hjúkrunarfræðingar væru með góð laun ef þeir myndu vinna miklu meira en aðrir. Bæði forsætisráðherra og ráðherra vinnumarkaðarins settu markmiðið á að ná fullu jafnrétti árið 2030. Það er ánægjulegt að það sé komið ártal. Það væri óskandi að umræðan um heilbrigðismál hætti tímabundið að snúast um framkvæmdir og snerist um það sem er raunverulega aðkallandi sem er fyrst og fremst mannauðurinn, vinnuumhverfið og launin. Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum. Það er augljóst hvað þarf að gerast, það þarf bara að gera það. Fólk vill góða heilbrigðisþjónustu og þar vill Ísland vera á heimsmælikvarða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir frekari hnignun heilbrigðiskerfisins þá mun það kosta. Þetta er bara spurning um forgangsröðun, hvar viljum við Íslendingar leggja áherslurnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru rúm níu ár frá því ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef misst af jólum, áramótum, íþróttamótum og allskyns viðburðum sem flesta langar til að upplifa með sínum nánustu. Ég elska vinnuna mína en ein lítil mistök í starfi geta auðveldlega rústað lífum annarra og mínu eigin. Fyrir þetta fæ ég laun sem geta tæpleg framfleytt mér og börnunum mínum þrátt fyrir að ég sé í 100% vaktavinnu. Hvað um það, öllum er sama ekki satt? Síðastliðið vor upplifði ég í fyrsta skipti að vinna undir kjarasamning sem ég sjálf tók þátt í að samþykkja, þó það sé einungis stuttur samningur sem rennur út næsta vor. Forsendur fyrir því að samþykkja þennan samning var að með honum fylgdi verkáætlun þar sem átti að vinna að ýmsum mikilvægum atriðum fram að næsta samningi, það verður fróðlegt að sjá hvernig það fer. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi út viðhorfskönnun til alla starfandi hjúkrunarfræðinga í byrjun haustsins. Niðurstöðurnar eru alveg í takt við mína upplifun. Þrír af hverjum fjórum hjúkrunarfræðingum eru ánægðir í starfi en á sama tíma hafa rúm 64% hjúkrunarfræðinga alvarlega íhugað að hætta í starfi síðustu tvö árin. Ástæðurnar fyrir því eru helst tvær, álag og launakjör. Framboð og eftirspurn? Vilji fólks almennt er að geta fengið heilbrigðisþjónustu þegar þess gerist þörf. Það er eins og búið sé að kippa úr sambandi lögmáli framboðs og eftirspurnar þegar kemur að hjúkrunarfræðingum. Reglulega er talað um að fjölga rýmum, reisa húsnæði fyrir sjúkrastofnanir og byggja hjúkrunarheimili, aldrei fylgir sögunni hver á að vinna þarna. Eftirspurnin eftir hjúkrunarfræðingum er gríðarleg, framboðið er mun minna. Miðað við hagfræðilögmálið þá ætti verðið á okkur að hækka en þvert á móti erum við að leita í önnur störf. Af hverju? Því vinnuumhverfið er óviðunandi. Álagið er gríðarlegt. Ofan á það getum við gert eitthvað annað við líf okkar og fengið betri laun. Þegar hjúkrunarfræðingur hættir þá verður vinnuumhverfið verra fyrir hina, álagið verður meira og þjónustan versnar. Í niðurstöðum könnunarinnar sem ég vísaði í áðan kemur í ljós að tæplega 80% hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hafa áhyggjur af því að lenda í alvarlegu atviki í vinnunni. Tökum dæmi. Ég er búin að vinna allar mínar vaktir og dauðþreytt eftir því, samt er ég beðin um að vinna aukalega og vinna lengur því enginn annar getur komið í minn stað. Ég veit að enginn annar getur komið, ef ég mæti ekki þá mun samstarfsfólk mitt finna fyrir enn meira álagi. Álagið er mikið, þreytan bætist ofan á það, við þekkjum flest hvernig við erum í kollinum þegar við vinnum of lengi og skyndilega á sér stað atvik sem eyðileggur líf allra sem að því koma. Markmið kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga er að fá laun á við sambærilegar háskólamenntaðar stéttir, útrýma kynbundnum launamun og að fá laun í samræmi við ábyrgð starfsins. Það er nefnilega þannig að sem hjúkrunarfræðingur þá vinn ég hvenær sem er sólarhringsins alla daga ársins. Þetta er ótrúlega spennandi, skemmtilegt og fjölbreytt starf. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar sem hafa þegar leitað í önnur störf hafa sagt að þeir væru til í að koma til baka ef vinnuumhverfið og kjörin væru ásættanleg. Þetta mun kosta Ég fylltist von, eins og svo oft áður, þegar ég sá samstöðuna sem myndaðist í Kvennaverkfallinu í lok október. Auðvitað stigu fram raddir um að jafnrétti væri náð og hjúkrunarfræðingar væru með góð laun ef þeir myndu vinna miklu meira en aðrir. Bæði forsætisráðherra og ráðherra vinnumarkaðarins settu markmiðið á að ná fullu jafnrétti árið 2030. Það er ánægjulegt að það sé komið ártal. Það væri óskandi að umræðan um heilbrigðismál hætti tímabundið að snúast um framkvæmdir og snerist um það sem er raunverulega aðkallandi sem er fyrst og fremst mannauðurinn, vinnuumhverfið og launin. Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum. Það er augljóst hvað þarf að gerast, það þarf bara að gera það. Fólk vill góða heilbrigðisþjónustu og þar vill Ísland vera á heimsmælikvarða. Ef við ætlum að koma í veg fyrir frekari hnignun heilbrigðiskerfisins þá mun það kosta. Þetta er bara spurning um forgangsröðun, hvar viljum við Íslendingar leggja áherslurnar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur og situr í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun