Ísland verði að beita sér af krafti Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 12:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á ráðstefnunni. EPA/Martin Divisek Forsætisráðherra boðaði áttatíu milljóna króna framlag Íslands í Loftlagshamfarasjóð í ræðu á COP28 ráðstefnunni í Dubai í morgun. Hún segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki á ráðstefnunni. Forseti Ungra umhverfissinna segir ávarp ráðherra ekki endurspegla raunverulega stefnu Íslands í loftslagsmálum; stjórnvöld verði að viðurkenna að þau geri ekki nóg. Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Rúmlega áttatíu fulltrúar Íslands eru nú staddir í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP 28. Þátttakendurnir eru í heildina um sjötíu þúsund talsins en þeirra á meðal eru helstu þjóðhöfðingjar heims og sérfræðingar í umhverfismálum. Áttatíu milljónir í nýjan sjóð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði fundargesti snemma í morgun. Þar lagði hún áherslu á nauðsyn þess að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu og tilkynnti hún að Ísland yrði stofnaðili að nýjum loftslagshamfarasjóði og leggja í hann áttatíu milljónir króna. Katrín segir sjóðinn afar mikilvægan. „Það sem við sjáum núna með þessi loftslagsmál á alþjóðavísu, það er mikilvægi þess að þau ríki sem teljast velmegandi leggi meira af mörkum til fátækari ríkja inn í þessa þróun alla,“ segir Katrín. Allir sitja við sama borð Þrátt fyrir smæð Íslands segir Katrín hlutverk okkar stórt. „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Ísland eigi ekki innistæðu fyrir orðunum Fulltrúar frá félagi Ungra umhverfissinna eru einnig staddir úti. Finnur Ricart Andrason, forseti félagsins, segir viðbrögð þeirra við ræðu Katrínar blendin. „Einnig fannst okkur jákvætt að Ísland skildi setja metnaðarfulla upphæð inn í þennan sjóð. En hins vegar á móti kemur að okkur finnst ekki endilega innistaða fyrir þessum orðum á þessum vettvangi því Ísland heima fyrir er ekki að standa sig nærri því nógu vel,“ segir Finnur. Finnur Ricart Andrason er forseti Ungra umhverfissinna.Vísir/Arnar Hann kallar eftir því að lönd í forréttindastöðu líkt og Ísland nefni það upphátt að þau séu ekki að standa sig nægilega vel. „Viðurkenni það á alþjóðavettvangi og kalli eftir því að önnur lönd í sömu stöðu taki sig á, vilji gera betur og ætli að gera betur. Þetta er eitthvað sem ísland hefur ekki gert á alþjóðlegum vettvangi hingað til, að viðurkenna það að við séum ekki að standa okkur nógu vel heima fyrir. Þá þarf að fylgja því markmið um það að standa sig betur,“ segir Finnur.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Umhverfismál Sameinuðu arabísku furstadæmin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Vantraust í upphafi COP 28 loftslagsráðstefnunnar Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands segir loftslagsráðstefnuna COP 28 ekki fara vel af stað en gestgjafinn hefur verið sakaður um að draga taum olíuiðnaðarins. Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa birt kröfulista í tengslum við ráðstefnuna sem hefst í dag. 30. nóvember 2023 14:25