Bandaríkjamenn setja pressu á Kínverja Bjarki Sigurðsson skrifar 2. desember 2023 20:00 John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, og Xie Zhenhua, sérstakur sendiherra Kína í loftslagsmálum. AP/Kamran Jebreili Það dró til stórra tíðinda í dag á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar Bandaríkin hétu því að loka öllum kolaorkuverum sínum. Ísland er stofnmeðlimur loftslagshamfarasjóðs sem settur var á laggirnar í dag. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP28, hélt áfram um helgina en yfir 70 þúsund manns eru mættir til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til þess að taka þátt í ráðstefnunni, þar á meðal 84 frá Íslandi. Á ráðstefnunni fluttu ræður meðal annarra varaforseti Bandaríkjanna, forseti Frakklands, forsætisráðherra Indlands, konungur Bretlands og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. Skiptir þátttaka Íslands máli? Í ræðu sinni lagði forsætisráðherra áherslu á nauðsyn þess að ná fram markmiðum Parísarsamningsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Þá væri nauðsynlegt fasa út notkun á jarðefnaeldsneyti og hætta öllum niðurgreiðslum á því. En skiptir þátttaka eyju með 400 þúsund íbúa máli á svona stórri ráðstefnu? „Það skiptir máli að mæta, sýna hvað við erum að gera. Tala fyrir ákveðnum sjónarmiðum því hér sitja allir við sama borð þegar við erum að reyna að ná saman um markmið. Það skiptir máli að Ísland beiti sér af krafti. Við erum líka með ákveðin sjónarmið sem ekki allir eru að halda á lofti,“ segir Katrín. Bandaríkin kveðja kolin Stærstu tíðindin af ráðstefnunni í dag eru þau að stofnaður var loftslagshamfarasjóður en Ísland er eitt af stofnríkjum hans. Við munum leggja áttatíu milljónir króna til sjóðsins til að byrja með en stefnt er á að framlög stofnríkjanna nemi samtals 55 milljörðum króna. Þá tilkynnti John Kerry, sérstakur sendiherra Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, að Bandaríkin hefðu gengið í Powering Past Coal-bandalagið. Bandaríkin skuldbinda sig þar með til þess að loka öllum kolaorkuverum sínum fyrir árið árið 2035. Þetta er sagt setja mikla pressu á Kínverja sem eru sú þjóð sem brennir hvað mest af kolum. Fundarhöld í Dubai halda áfram næstu daga og lýkur ráðstefnunni formlega eftir tíu daga.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu arabísku furstadæmin Loftslagsmál Orkumál Umhverfismál Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Sjá meira