Úlfúð í íslensku skáksamfélagi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. desember 2023 23:03 Misklíð er í íslensku skáksamfélagi vegna mótaraðar í Fischer-slembiskák sem fór fram á dögunum. Vísir/Samsett Mikið ósætti ríkir í skáksamfélaginu á Íslandi eftir að fjórir keppendur drógu sig úr Íslandsmótinu í Fischer slembiskák sem lauk í dag. Ósættið stafaði af því að einstaklingur sem tók ekki þátt í undankeppni mótsins fékk sæti í úrslitakeppninni vegna forfalla. Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum. Skák Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Margir skákmenn undra sig á því að einstaklingur hafi verið valinn til þátttöku í mótinu sem ekki var sá stigahæsti meðal þeirra sem náðu ekki að tryggja sér þátttöku í úrslitakeppninni. Varaborgarfulltrúa boðið sæti Helga Áss Grétarsyni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var boðið sæti í úrslitakeppni á þeim forsendum að hann væri sá næsti á alþjóðlegum stigalista FIDE. Hann skrifaði færslu í Facebook-hópinn Íslenskir skákmenn þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum á málinu. „Vegna forfalla var mér í fyrradag boðin þátttaka í úrslitakeppni Íslandsmótsins í Fischer-slembiskák, jafnvel þótt ég hafi ekki tekið þátt í undanrásunum. Sú ákvörðun mótshaldara að bjóða mér að taka þátt hefur verið gagnrýnd og mér þykir miður að sterkir skákmenn hættu við að taka þátt í mótinu útaf þessu,“ segir Helgi. Mun aldrei samþykkja þessa aðferðarfræði Eins og fram kom áður drógu fjórir sig úr keppni vegna atviksins og einn þeirra er Davíð Kjartansson stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar og alþjóðlegur skákmeistari. Hann skrifaði einnig færslu inn á síðuna þar sem hann lýsti ástæðum þess að hafa dregið sig úr keppni. Davíð Kjartansson er alþjóðlegur skákmeistari og stofnandi netverslunarinnar Skákbúðarinnar.Skák.is „Réttast hefði verið ganga niður línuna. En af hverju var það ekki gert? Útskýringarnar sem ég heyrði voru að þetta væri vilji styrktarðila þ.e. að bjóða þátttakanda sem ekki tók þátt í undanrásum plássið. Gott og vel, ef þetta er orðið þannig á Íslandsmótum í skák að styrktaraðili hefur vald yfir því hvernig mótið fer fram og hverjir taka þátt mætti bara taka það strax fram,“ segir Davíð. Hann segir það ósanngjarnt að sá sem lenti í 11. sæti hafi ekki verið boðin þátttaka og veltir því fyrir sér hvers vegna keppendur voru látnir þreyta undankeppnina yfirhöfuð. „Ég er ekki sammála og á aldrei eftir að samþykkja þessa aðferðarfræði. Þeir sem tefla í undanrásum eru þeir einu sem eiga rétt á að tefla í úrslitum á Íslandsmóti sbr. aðrar íþróttir,“ bætir hann við. „Algerlega óásættanlegt“ Jón Viktor Gunnarsson var annar þeirra sem drógu sig úr keppni og lýsir hann framferði mótshaldara sem kjaftshöggi. „Það voru mér því mikil vonbrigði hvernig hlutir atvikuðust núna með Íslandsmótið í Slembiskák. Ég hef ákveðið að segja sæti mínu lausu í úrslitamótinu vegna forsendubrests. Þegar um Íslandsmót er að ræða verða forsendur að halda og ekki hægt að leyfa sér sérhagsmunagæslu sama hvað styrktaraðili vill,“ skrifar hann. Jón Viktor Guðmundsson sagði sig úr keppni á mótinu vegna þess sem hann lýsir sem forsendubrests.Skák.is Jón segir málið vera prinsippatriði og taka margir undir með honum í athugasemdum við færsluna sem hann birti einnig á síðuna Íslenskir skákmenn. „Það er algerlega óásættanlegt af minni hálfu og alger forsendubrestur á Íslandsmóti sem getur ekki leyft sér vinagreiða. Því hef ég ákveðið að segja mig úr mótinu,“ segir Jón að lokum.
Skák Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira