Samviskusáttmálinn Stefán Halldórsson skrifar 4. desember 2023 14:31 Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stuttu eftir aldamótin, í dimmasta janúar, gerði ég sáttmála við sjálfan mig. Sáttmálinn var ekki flókinn, enginn sykur eða sætindi út mánuðinn. Þegar þarna var komið við sögu var þrettándinn nýliðinn og svartasta tímabilið framundan, neysluþynnka jólanna hafði boðað komu sína og kaldur raunveruleikinn tók nú við að nýju. Sáttmálinn hélt furðu lengi, í heila fjóra daga var ég svo gott sem sykurlaus en loks kom að næstu bíóferð og ekki ætlaði ég að sjá Jason Statham í Regnboganum án þess að vera með popp og kók við höndina. Þetta er var svosem skiljanlegt og alveg viðbúið að sáttmálinn endaði í ruslinu, þekkjandi sjálfan mig og mín takmörk. Sáttmáli sem gerður er í hita augnabliksins, þegar manns besta lund og lyndi fær að ráða ferð og allar hindranir virðast yfirstíganlegar, er auðvitað dauðadæmdur frá fyrsta handabandi. Það koma nefnilega alltaf hrukkur í planið. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna var lögfestur á Alþingi þann 20. febrúar 2013, tæpum aldarfjórðungi eftir undirritun. Í honum segir meðal annars: „Aðildarríki skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að barn sem leitar eftir réttarstöðu sem flóttamaður, eða sem talið er flóttamaður samkvæmt viðeigandi reglum og starfsháttum þjóðaréttar eða landslaga, fái, hvort sem það er í fylgd foreldra eða annarra eða ekki, viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið er á um í samningi þessum og öðrum alþjóðlegum löggerningum á sviði mannréttinda- eða mannúðarmála sem ríki þau er um ræðir eiga aðild að." Viðeigandi vernd og mannúðlega aðstoð. Hann Sameer er 12 ára drengur frá Palestínu sem kom hingað fyrir um ári síðan og hefur verið í fóstri hjá íslenskri fjölskyldu síðan í júní. Hér á landi sameinaðist hann frændum sínum sem hafa búið hér undanfarin ár og aðlagast vel en nánasta fjölskyldan hans, foreldrar og systkini, varð eftir á Gaza. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að neita Sameer um vernd og nú ætlum við að sparka þessum tólf ára strák til Grikklands þar sem hann verður fjölskyldulaus, ef frá er talinn fjórtán ára frændi hans, Yazan, sem einnig hefur fengið synjun um vernd. Útlendingastefna þessarar ríkistjórnar verður fjandsamlegri og fjandsamlegri eftir því sem ástandið í heiminum versnar en nú er þörf á manngæsku, ekki hjartabrynjuðum tilvísunum í lagalegar heimildir til að vera skepnur. Sykurbindindið mitt entist ekki lengi og nú, 20 árum seinna, drekk ég enn sykrað gos og sáttmálinn sem ég gerði við sjálfan mig er bara gömul hugdetta sem á sér ekki stoð í bláköldum raunveruleika gosþorstans. Íslensk stjórnvöld eru sömuleiðis við sama heygarðshornið og senda ennþá börn eins og Sameer út í kolsvarta óvissu en hey, þetta er bara sáttmáli. P.S:Ef Sameer og frændi hans eru komnir með vernd þegar þessi pistill birtist má bara nota hann þegar við ætlum að sparka næstu börnum úr landi. Notið bara Find + Replace. Höfundur er faðir tveggja barna á brottvísunaraldri.
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar