Menning og fjárlög Jódís Skúladóttir skrifar 5. desember 2023 08:00 Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Vinstri græn Menning Byggðamál Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem erum utan af landi vitum hvað aðgengi að menningu er mikilvægur þáttur þess að lifa í frjálsu og góðu samfélagi. Listir og menning efla félagsleg samskipti ólíkra einstaklinga og hópa, styrkja þekkingarleit og nýsköpun í samfélaginu auk þess sem blómlegt menningarlíf dregur úr hættu á félagslegri og menningarlegri einangrun og eykur hamingju og vellíðan. Þetta er einkar mikilvægt á landsbyggðinni þar sem lífleg menningarstarfsemi sem vel er hlúð að verður oft lífæð samfélagsins í félagslegu tilliti. Um þennan þátt samfélagsins er mikilvægt að standa vörð. Í störfum mínum í fjárlaganefnd Alþingis hef ég séð fjölmargar óskir um styrkveitingar innan þessa málefnasviðs meðal annars frá smærri söfnum og öðrum menningarstofnunum víða um land. Staðbundnar menningarstofnanir svo sem söfn og listasetur eru ekki síður mikilvægur hluti af samfélögum á landsbyggðinni en aðrir þættir sem snúa að veraldlegri þörfum. Söfnun, skráning, varðveisla, rannsóknir og miðlun eru allt mikilvægir þættir þegar kemur að menningararfinum en ekki síður að sjálfsmynd samfélaga og upplifun íbúa og gesta á svæðisbundinni sögu og menningu. Í hinu stóra samhengi er kannski ekki um stórkostlegar fjárhæðir að ræða en þær geta skipt sköpum í rekstri safna og menningarstofnana að ótöldum oft óvæntum atvinnutækifærum og afleiddum áhrifum á skapandi greinar sem njóta góðs af slíkum fjárveitingum. Til mikils er að vinna að gefa bæði heimafólki og gestum innsýn í mikilvæga sögu og menningu lands og þjóðar. Við hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði höfum lagt áherslu á mikilvægi fjölbreytts og öflugs menningarlífs um allt land og þýðingu þess að styrkja menningarstarfsemi víða um land með það að markmiði að stuðla að jafnara aðgengi allra landsmanna að listum og menningu. Fjölbreytt menning styrkir íslenskt samfélag og er þáttur í lífsgæðum í landinu. Öflug menningarstarfsemi á landsbyggðinni styður við byggðastefnu stjórnvalda og gerir hinar dreifðu byggðir landsins að fýsilegri búsetukosti með líflegum samfélögum og fjölbreyttum tækifærum. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðurlandskjördæmi eystra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar