Algjört hrap í lesskilningi íslenskra barna Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 10:22 Lestrarkennsla virðist ekki vera nægilega góð í grunnskólum landsins. Vísir/Vilhelm Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar sýna minni árangur nemenda í þátttökulöndum miðað við fyrri kannanir, meðal annars á öllum Norðurlöndum og árangurinn er minni á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Aðeins tvö af hverjum þremur fimmtán ára börnum búa yfir grunnhæfni í lesskilningi og aðeins 53 prósent pilta. Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum). Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu um niðurstöðurnar á vef Stjórnarráðs Íslands. Þar segir að ljóst sé af niðurstöðum PISA 2022 að stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir og samtök þurfi að leggjast á eitt við að skilja ástæður þeirrar neikvæðu þróunar í lesskilningi og læsi sem kemur fram í könnuninni og bregðast við. Greining á niðurstöðunum muni nýtast ríki og sveitarfélögum við innleiðingu nýrrar menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030, nýs matferils til námsmats, nýrrar heildarlöggjafar um skólaþjónustu og nýrrar stofnunar á sviði menntamála, auk farsældarlaga. Aukinn stuðningur við skólaþjónustu, námsgagnagerð, kennara og fagfólk á öllum skólastigum gegni lykilhlutverki í þeirri vinnu. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir niðurstöður PISA-kannanna frá árinu 2012: Börnum líður betur í skólanum Niðurstöðurnar eru þó ekki einungis neikvæðar en samkvæmt mælingum á líðan barna líður nemendum á Íslandi almennt vel í skólanum og upplifa að þeir tilheyri þar. Ólíkt nemendum flestra landa komi þeir betur út úr þessari mælingu árið 2022 en árið 2018. Þeir hafi jákvæða upplifun af kennurum sínum og upplifi sjaldan einelti. Í þessum atriðum standi þeir betur en jafnaldrar sínir í OECD-ríkjum og á Norðurlöndunum. Nemendur af fyrstu kynslóð innflytjenda á Íslandi standi hins vegar verr en aðrir nemendur á Íslandi í öllum mælingum á líðan. Heimsfaraldur hafði víða áhrif og ójöfnuður eykst Heimsfaraldur hafi haft margvísleg áhrif á skólastarf, kennara og nemendur. Tvö af hverjum þremur þátttökulöndum í PISA 2022 hafi lokað skólum í þrjá mánuði eða lengur. Þróun frammistöðu landa í heild frá 2018 til 2022 bendi til áhrifa faraldursins, einkum í stærðfræðilæsi og lesskilningi. Nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu komi verr út í könnuninni þvert á þátttökulönd. Merki séu um aukningu í ójöfnuði í námsárangri í PISA á Íslandi yfir tíma, einkum í lesskilningi, og sé svipaður hér og á hinum Norðurlöndunum. Undir meðaltali í öllum flokkum Í tilkynningunni segir að almennt lækki þátttökulönd í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi frá 2018 til 2022. Ísland mælist undir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í öllum þremur flokkum. Lægra hlutfall búi yfir grunnhæfni og afburðahæfni borið saman við meðaltal Norðurlandanna og OECD. Hlutfall nemenda á Íslandi sem býr yfir grunnhæfni í stærðfræðilæsi er 66 prósent, grunnhæfni í lesskilningi 60 prósent og grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi 64 prósent. Lægra hlutfall drengja nær grunnhæfni í læsi á náttúruvísindi (61 prósent) en stúlkna (68 prósent) en kynjamunur er mestur í grunnhæfni í lesskilningi (53 prósent hjá drengjum á móti 68 prósent hjá stúlkum).
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi PISA-könnun Grunnskólar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Sjá meira