Kynþáttahyggja í stjórn HSÍ Björn B Björnsson skrifar 5. desember 2023 11:31 Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu HSÍ Greiðslumiðlun Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur gert samning við ísraelska færslufyrirtækið Rapyd um að fyrirtækið styrki íþróttafólk innan sambandsins. Þessir styrkir hafa sætt gagnrýni vegna þess að Rapyd starfar í landránsbyggðum Ísraela í Palestínu sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þar að auki hefur Rapyd stutt opinberlega stríð ísraelskra stjórnvalda á hendur íbúum Palestínu þar sem þúsundir þeirra hafa verið drepin. Aðaleigandi fyrirtækisins hefur sagt að Rapyd styðji Ísrael í stríðinu gegn Hamas og engu skipti hvað það kosti mörg mannslíf almennings á Gasa. Stríðið megi kosta hvað sem er þegar kemur að mannfalli óbreyttra borgara, kvenna og barna. Í ljósi þeirrar afstöðu stjórnar HSÍ að halda í samning sinn við Rapyd vakna margar spurningar sem almenningur á Íslandi á heimtingu á að fá svör við. Stjórn HSÍ getur ekki skotið sér á bak við innihaldslausa orðaleppar eins og að stjórnin ræði ekki afstöðu eða ummæli samstarfaðila sinna. Við erum mörg sem eigum börn og barnabörn sem stunda handbolta innan vébanda HSÍ og viljum fá svör frá stjórn sambandsins um þetta mál. Ef stjórn HSÍ getur ekki varið afstöðu sína, eða breytt henni, á hún að segja af sér. Það er ekki í boði að fela sig undir skrifborðinu. Er stjórn HSÍ tilbúin að taka við styrk frá rússnesku fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn Úkraínu? Nei örugglega ekki. Hversvegna gildir ekki það sama um ísraelskt fyrirtæki sem styður stríð stjórnvalda þar í landi gegn vopnlausu fólki á Gasa? Er fólkið sem er drepið á degi hverjum í Palestínu minna virði en fólkið í Úkraínu? Er kynþáttahyggja raunverulega ástæðan fyrir þessari tvöfeldni stjórnar HSÍ? Ekki er annað að sjá. Önnur rök fyrir þessari mismunun hafa ekki komið fram. Kynþáttahyggja á ekki heima á neinu sviði í siðuðu samfélagi. Síst af öllu innan íþróttahreyfingarinnar sem ber ábyrgð á stórum hluta af æsku landsins. Við erum vonandi öll sammála um það. Mikill meirihluti Íslendinga styður baráttu fólks í Palestínu fyrir tilveru sinni samkvæmt skoðanakönnunum og við höfum viðurkennt landið sem sjálfstætt ríki. Samningur HSÍ við Rapyd stríðir því gegn réttlætisvitund okkar. Flestir Íslendingar standa þétt við bakið á hanboltafólkinu okkar þegar á þarf að halda. Þarf stjórn HSÍ ekki að taka neitt tillit til tilfinninga okkar sem er stórlega misboðið með þessum samningi við fyrirtæki sem styður dráp á varnarlausu fólki? Skiptir fólkið í landinu og skoðanir þess stjórn HSÍ engu máli? Á Íslandi býr í dag töluverður hópur fólks frá Palestínu. Flest eru þau flóttamenn sem hafa fengið landvist hér og eru nú hluti af samfélagi okkar. Börnum þessa fólks er væntanlega velkomið að æfa handbolta með félögum innan HSÍ eða hvað? Hvernig haldið þið að börn frá Palestínu og foreldrar þeirra upplifi samning HSÍ við Rapyd? Fyrirtæki sem opinberlega styður dráp á ættingjum þeirra í heimalandinu. Allar palestínskar fjölskyldur eiga ættingja og vini sem eru fastir í því helvíti sem Gasa er og margir hafa misst ástvini í morðöldinni þar. Hvernig ætlar stjórn HSÍ að taka á þessum hópi Íslendinga? Með því að taka ekkert tillit til þessara krakka og ættingja þeirra? Vegna þess að þau eru af öðrum kynþætti? Er það ástæðan? Ætlar HSÍ að halda palenstískum börnum frá því að taka þátt í handbolta á Íslandi? Eða segja þeim að þau þurfi ekki að klappa þegar afreksstyrkir Rapyd eru afhentir? Ætlar stjórn HSÍ að passa að íþróttafólk af palestínskum uppruna geti ekki fengið þennan styrk? Mismuna þeim þannig? Já, það er líklega engin hætta á að krakkar frá Palestínu fái þessa styrki því fulltrúi Rapid tekur þátt í að velja styrkhafa! Finnst stjórn HSÍ í alvöru að þetta sé allt í lagi? Allt eru þetta spurningar sem forysta HSÍ getur ekki komið sér undan a svara. Vonandi ganga fjölmiðlar eftir því að draga þau svör undan skrifborðinu. Við erum mörg sem bíðum eftir að heyra þau svör. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar