„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 10:53 Ragnar Þór Ingólfsson og Hörður Guðbrandsson. Vísir/Vilhelm Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira