Tungumálainngilding fyrir okkur öll Grace Achieng skrifar 6. desember 2023 07:46 Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar