Fátækt barnafjölskyldna eykst ört á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 6. desember 2023 08:45 Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ný skýrsla UNICEF um fátækt barnafjölskyldna á tímabilinu 2014 til 2021 sýnir að fátækt jókst næst mest á Íslandi af þeim 40 löndum sem skýrslan nær til. Ég hafði áður bent á að þetta væri að gerast í grein á Vísi (sjá Afkoma launafólks versnar og versnar). Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd úr skýrslunni. Ísland er þó enn í hópi þeirra landa sem búa við litla barnafátækt. Við erum nú í sjötta efsta sæti á þeim lista - en í örri afturför þó. Ef tölurnar um fátækt barnafjölskyldna hefðu náð til 2022 og 2023 væri útkoma Íslands mun verri en þarna kemur fram því fátæktarbasl hefur aukist verulega á þessum síðustu tveimur árum, eins og kannanir Vörðu rannsóknarstofnunar aðila vinnumarkaðarins sýna (sjá greinina "Leiftursókn gegn lífskjörum lágtekjufólks"). Megin ástæðan fyrir vaxandi fátækt á Íslandi á allra síðustu árum er rýrnun kaupmáttar vegna verðbólgu og aukins húsnæðiskostnaðar. Það sem almennt getur haldið aftur af slíkri óheillaþróun er öflugt tilfærslukerfi heimila, þ.e. barnabætur og húsnæðisstuðningur. Þau kerfi hafa hins vegar verið að rýrna verulega til lengri og skemmri tíma hér á landi (sjá greinina "Afturför íslenska velferðarríkisins"). Verkalýðshreyfingin þarf nú að berjast fyrir endurreisn tilfærslukerfanna ásamt öðrum hagsbótum tekjulægri fjölskyldna í komanbdi kjarasamningum. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar