Vinátta - óvænti ávöxtur kveikjum neistans Óskar Jósúason skrifar 6. desember 2023 13:30 Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla - og menntamál Vestmannaeyjar Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Allir vita að góður vinur er gulls ígildi og getur gert kraftaverk þegar á reynir. Vináttan er gríðarlega mikilvæg og margir eignast sínu bestu vini í grunnskóla. Þó ekki allir. Góður vinur getur haft jákvæð áhrif á vellíðan nemenda og því er félagsfærni mjög mikilvægur þáttur í lífi barna. Oft á tíðum er þetta mjög vanmetinn þáttur í skólagöngu og lífi barna almennt. í Grunnskóla Vestmannaeyja eru alltaf gerðar tenglsakannanir hjá nemendum til að fylgjast með þróun vinatengsla. Með það fyrir augum að styrkja þá sem á því þurfa. Það er nefnilega í skólanum sem grunnur að vináttu margra er byggður. Það er enn margt til í því sem Nóbels verðlaunahafinn Johannes Fibiger skrifaði eitt sinn: Æskuárin eru tími vináttunnar. Það sem eftir er ævinnar verða menn að láta sér nægja þann vinahóp sem þeim tókst að eignast á þeim gömlu góðu dögum. Fyrir ári síðan tókum við eftir breytingum á tengslakönnun hjá nemendum í 2. bekk. Það vakti furðan okkar hve margir nemendur væru að tengjast við aðra nemendur úr öðrum bekkjum. Sem er gott og blessað og gerist einstaka sinnum. Eftir tengslakönnun í ár hjá öðrum bekk gerist það aftur. Áberandi hve margir nemendur eru að tengjast vinaböndum úr öðrum bekkjum. Við kíktum til baka síðustu 6 ár og sáum að meðaltali væru 6 nemendur að fá tengsl við nemendur úr öðrum bekkjum. En af tveimur síðustu árgöngum hafa verið 19 slíkar tengingar. Stóra spurningin er því, hvað breyttist? Þessir 2 síðustu árgangar eru nefnilega „kveikjum neistann” árgangar. Haustið 2021 hófst þróunarverkefnið „Kveikjum neistann” og þar er mögulega að finna svar við þessum óvæntu og jákvæðu vinaböndum milli bekkja. Þetta er mögulega hægt að útskýra að miklu leyti vegna ástríðu- og þjálfunar tímanna. Í þjálfunar tímunum er nemendum raðað í hópa sem eru komnir svipað langt í náminu, gert til að allir fái verkefni við hæfi. Þetta er ein af lykilkenningum verkefnisins. Börn verða að fá réttar áskoranir miðað við færni til að komast í flæði en þannig ná þeir frábærum árangri (Csikszentmihalyi). Þjálfunar tímarnir eru þvert á bekki. Í ástríðu tímunum fá nemendur að velja sér viðfangsefni eftir ástríðu, einnig þvert á bekki. Í þessum tímum eru því meiri líkur að þú finnir einhvern með svipuð áhugamál og þú. Þessir tveir tímar eru því að fjölga tengingum barnanna við hvert annað og auka líkurnar á vináttu. Að auki hafa kennarar farið kerfisbundið meira í félagsþáttinn í gegnum hugarfar. En hugarfar er stór partur í verkefninu þar sem reynt er eftir fremsta magni að auka gróskuhugarfar nemenda. Núna erum við einungis með þessa 2 árganga og of snemmt að halda einhverju fram en það verður gaman að fylgjast með áframhaldandi þróun. Í byrjun snerust markmið með þessari skipulagsbreytingu að námsframvindu nemandans og það gerir það enn enda framúrskarandi árangur náðst. Þessi óvænti ávöxtur sem virðist vera að þroskast fyrir framan okkur gæti þó haft einhver áhrif á þróun eða skipulagningu verkefnisins. Á jákvæðan hátt. Þetta er svo sannarlega hlutur sem við munum fylgjast grannt með og mögulega verða partur af þróun verkefnisins. Vinátta er nefnilega gulls ígildi og getur hjálpað í náminu sem og lífinu. Þetta þarf að skoða og þróa. Mögulega er næsta skref þannig að hafa ástríðu tímana þvert á árganga. Við það myndi möguleikinn á að nemendur geti fundið vini og vinatengsl aukast enn meir. Vinatengsl við einstaklinga sem eru þá einu ári eldri eða yngri en þeir? Það eru allavegana tækifæri til að skoða og útfæra þetta. Eitt er víst, vináttan er mikilvæg og í þessu þróunarverkefni virðist sem vináttan hafi verið óvænt hliðarafurð þróunarverkefnisins „Kveikjum neistann”. Höfundur er aðstoðarskólastjóri GRV - Hamarsskóla.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun