Íslenskur nemandi í Las Vegas: „Ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:02 Hermann Þór Ragnarsson spilar fyrir UNLV Rebels, fótboltalið Háskóla Nevada. AP/Aðsend Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segist aldrei hafa upplifað annað eins, eftir að skotárás var gerð í skólanum fyrr í kvöld. Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna