Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Jón Þór Stefánsson skrifar 6. desember 2023 23:18 „Við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ segir Ásmundur Einar mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm/Dúi Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Hann segir að málið sé í raun ekki á sínu borði, en vill vera viss um að rétt hafi verið farið að í máli þeirra. Hann segist treysta kerfinu til þess. „Það er auðvitað þannig að við gerum ráð fyrir því að það sé unnið sérstakt hagsmunamat gagnvart börnum, að þeirra staða sé skoðuð sérstaklega.“ segir Ásmundur. Hann útskýrir að sjálfstætt hagsmunamat eigi að vera unnið um hvert barn í stöðu sem þessari sem sé síðan notað til að komast að niðurstöðu um mögulega vistun eða brottvísun þess. Gögnin sem hann hafi kallað eftir sé umrætt mat og hvort að það hafi verið gert yfirhöfuð. „Ég vonast til að kerfið okkar sé að virka þannig að þessum ferlum sé fylgt og að þessir drengir falli þar undir. Og ég hef trú á því að það eigi að geta gert það.“ Aðspurður um hvað honum finnist um sjálft málið segir Ásmundur: „Þetta sker mann í hjartað.“ „Staðan í Gasa, það sem þessir drengir og börn almennt í Gasa eru að ganga í gegnum þessi dægrin er eitthvað sem við getum ekki einu sinni sett okkur inn í. Þannig að við viljum að kerfið okkar virki þannig að það taki utan um börn í þessari stöðu,“ Jafnframt segist hann vona að „hið mannlega nái að skina í gegn“ í máli drengjanna og að þeirra mál fái „góða lendingu“. Fjallað var um mál drengjanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag. Innslagið má sjá hér að neðan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira