Bændur og fæðuöryggi í breyttum heimi Sævar Þór Jónsson skrifar 11. desember 2023 06:01 Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson NATO Landbúnaður Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Víða er ótryggt ástand bæði efnahagslega og hernaðarlega. Óstöðugleikinn vegna átaka bæði í Ísrael og Úkraínu hefur ýtt undir ákveðnar efnahagsþrengingar. Mörg ríki þar á meðal Bandaríkin hafa varað við þessu ástandi og einkum áhrif þess á efnahagsmál. Hafa sum ríki gripið til ráðstafana sem eiga að draga úr hversu háð þau eru öðrum ríkjum efnahagslega og í öryggismálum. Það má velta fyrir sér hversu mikið öryggi NATÓ aðild veitir en stríðið í Úkraínu sýndi að ekki var hægt að ganga að samheldninni vísri. Ef til vill flýtur lítið eyríki eins og Ísland sofandi að feigðarósi ef það telur öryggi sínu borgið í einni sæng með bandalagsríkjum NATÓ. Eflaust má benda á ýmis rök með og á móti en sem betur fer hefur aldrei reynt á þetta í sögu NATÓ. Lítið örríki eins og Ísland getur sín lítils í heimi stórvelda þrátt fyrir að fyrrv. forseti lýðveldisins leiki sér að því á eftirlaunaaldri að telja okkur trú um að við séum mikils megnug í umhverfismálum heimsins og okkar ágæti forsætisráðherra telur að við höfum rödd í heimi stjórnmálanna þannig mark sé tekið á. Auðvitað getur þessa litla þjóð verið fyrirmynd en áhrif hennar á heimsmálin eru hverfandi þó atvinnustjórnmálamenn vilji telja okkur þegnum landsins trú um annað. Getuleysi stjórnmálamanna hér á landi felst í því að vera ekki nægilega framsýnir og hafa dug til að taka ákvarðanir sem miðað að því að tryggja velferð þjóðarinnar efnahagslega og öryggislega, einkum þegar efnahagshorfur í heiminum eru óstöðugar. Í því samhengi vegur þungt fæðuöryggi þessarar þjóðar. Kjör íslensku bændastéttarinnar hafa hnignað mikið undanfarin ár og sá sem þessi orð skrifar hefur áhyggjur af framtíð hennar. Í reynd eru talsmenn íslensks landbúnaðar fáir og vanmáttugir. Stjórnmálamenn virðist litinn skilning hafa af ástandinu hjá íslenskum bændum og ef marka má umræðuna á Alþingi virðast þeir oft ekki sjá skóginn fyrir trjánum. Afar brýnt er að íslenskir stjórnmálamenn vakni og einbeiti sér að því að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar í ótryggum heimi. Staða bænda á Íslandi er slæm og hefur versnað mikið að undanförnu. Lítið ber á viðbrögðum ríkisstjórnarinnar eða stjórnmálamanna almennt við þessu ástandi sem er grafalvarlegt. Nýliðun í stétt bænda er ekki næg ef horft er til framtíðarinnar, fjölgun þjóðarinnar og aukins álags vegna sívaxandi straums ferðamanna til landsins. Fjölgun þjóðarinnar er staðreynd sem ber að horfa til en ljóst er eins og staðan er núna að það verður ekki hægt að halda í við þá þróun hvað landbúnað og fæðuframleiðslu varðar, verði ekki gripið til aðgerða. Horfur í efnahags- og stjórnmálum heimsins bæta heldur ekki úr skák. Hagsmunasamtök kaupmanna tala fyrir auknum innflutningi á matvörum eins og það sé lausnin á vandanum. Staðreyndin er sú að íslenskur landbúnaður býr ekki við alla þá styrki og miðstýringu sem landbúnaður í Evrópu og jafnvel Bandaríkjunum býr við. Staðreynd málsins er sú að íslenskir bændur búa við verri skilyrði þegar kemur að ræktun, styrkjum, tollum og allri aðstoð í sínum rekstri en t.d. bændur innan Evrópusambandsins og jafnvel annars staðar. Allt tal um aukinn innflutning er til höfuðs íslenskum bændum sem geta ekki keppt við niðurgreidda landbúnaðarframleiðslu frá Evrópu. Það þjónar heldur ekki öryggi þessarar þjóðar, hvorki efnahagslega en að öðru leyti, að huga ekki vel að eigin fæðuöryggi með því að tryggja eigin framleiðslu. Það er orðið tímabært að bændur fái hljómgrunn hjá ráðamönnum sem hafa ef eitthvað fjarlægst þá mikið. Matvælaframleiðendur eiga sér fáa talsmenn og þeir stjórnmálamenn sem nú eru á Alþingi virðast hafa litla þekkingu og skilning á stöðunni sem gengur ekki upp. Öryggi þjóðarinnar í fæðumálum er í uppnámi og í því ástandi sem nú er í heimi óstöðuleika er mikilvægt að byggt sé undir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu. Það sjá það allir sem vilja að til að íslenskur landbúnaður geti keppt við innflutning þá þurfi að auka við styrki og stuðning við íslenska bændur. Íslenskur landbúnaður er einstakur á heimsvísu þegar kemur að heilbrigði og gæðum til neytenda og því er til mikils að vinna að styðja betur við hann. Höfundur er Hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar