Mahomes öskureiður í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2023 13:31 Patrick Mahomes var mjög reiður í leikslok eftir tap Kansas City Chiefs á móti Buffalo Bills. Getty/Jamie Squire Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs töpuðu á heimavelli í NFL deildinni í gær og það er óhætt að segja að leikstjórnandi liðsins hafi verið mjög ósáttur í leikslok. Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24 NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Mahomes er þekktur fyrir prúðmannlega framkomu og yfirvegun en hann var gjörsamleg bandbrjálaður í leikslok eftir að snertimark var dæmt af Chiefs í blálokin. Bills vann leikinn 20-17. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Snertimarkið var stórglæsilegt þar sem innherjinn Travis Kelce hélt sókninni áfram með því að gefa boltann aftur til baka á útherjann Kadarius Toney sem skoraði. Dómarar leiksins dæmdu það hins vegar ógilt af því að Toney hafði stillt sér vitlaust upp - fór yfir bardagalínuna áður en sóknin hófst. Þetta var auðvitað mikil synd enda var þetta frábært snertimark sem sýndi enn á ný útsjónarsemi hins magnaða Kelce. Mahomes talaði meðal annars um það að hann vonaði að þetta snertimark yrði sýnt þegar Kelce verður tekinn inn í Heiðurshöllina. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Það þurfti að halda aftur af Mahomes í leikslok þar sem hann öskraði á dómarana og hann lét dómarana líka heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þjálfari hans Andy Reid, var líka mjög gagnrýninn á þennan dóm. Þetta var fjórða tap Chiefs liðsins í síðustu sex leikjum en Buffalo Bills varð aftur á móti að vinna ætlaði liðið sér að komast í úrslitakeppnina. San Francisco 49ers hélt áfram sigurgöngu sinni með fimmta sigrinum í röð en Philadelphia Eagles er hins vegar búið að tapa tveimur leikjum í röð eftir tap á móti Dallas Cowboys í nótt. Dallas liðið er einnig búið að vinna fimm leiki í röð og er efst í Þjóðardeildinni með 49ers en bæði hafa unnið tíu leiki og tapað þremur. Baltimore Ravens vann Los Angeles Rams á dramatískan hátt í framlengingu og er með bestan árangur í Ameríkudeildinni. Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
Úrslitin í NFL-deildinni í gær: Dallas Cowboys - Philadelphia Eagles 33-13 Atlanta Falcons - Tampa Bay Buccaneers 25-29 Baltimore Ravens - Los Angeles Rams 37-31 Chicago Bears - Detroit Lions 28-13 Cincinnati Bengals - Indianapolis Colts 34-14 Cleveland Browns - Jacksonville Jaguars 31-27 New Orleans Saints - Carolina Panthers 28-6 New York Jets - Houston Texans 30-6 Las Vegas Raiders - Minnesota Vikings 0-3 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 28-16 Kansas City Chiefs - Buffalo Bills 17-20 Los Angeles Chargers - Denver Broncos 7-24
NFL Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira