Pabbi segir, mamma segir – bráðum koma dýrðleg jól Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 11. desember 2023 10:31 Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Jól Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er réttur barna að fá fræðslu um það samfélag sem þau búa í. Við búum í samfélagi þar sem meirihluti þjóðarinnar er skráður í Þjóðkirkjuna. Í skólum landsins fá börn að kynnast helstu trúarbrögðum heimsins. Þau fá fræðslu sem þýðir að hugtök eru útskýrð sem tengjast efninu og viðfangsefnið útskýrt á einfaldan hátt. Þetta er liður í læsi. Liður í því að einstaklingar séu læsir á umhverfi sitt og skilji við hvað er átt þegar ákveðin málefni ber á góma. Það að vita eykur líkur á að einstaklingar geti tekið þátt í samfélagslegri umræðu og geti haft áhrif og verið þátttakendur í þjóðfélaginu. Það skiptir máli að vera hluti af samfélagi og skilja það. Það eru ekki bara trúarbrögð sem verða eldfim í umræðunni heldur mun fleiri málefni. Við sem tilheyrum samfélagi höfum ólíkar skoðanir og ólíka sýn á hluti og þannig á það að vera. Það er hlutverk okkar sem störfum í skólum að fræða börn án þess að innprenta. Það er okkar að leiða umræðuna inni í skólunum án þess að dæma. Sem kennari hér á landi þá ber mér að vinna eftir Aðalnámskrá grunnskóla og þar sem ég starfa hjá Reykjavíkurborg þá ber mér að vinna eftir þeim stefnum sem borgin innleiðir. Leiðarljós kennara og rauði þráðurinn í öllu skólastarfi er mennskan og læsi í víðu samhengi. Þessu tengjast fjölmargir aðrir þættir því að samfélagið okkar er allskonar. Börn eru einstaklingar sem fæðast í þennan heim og mótast af því umhverfi sem þau eru alin upp í. Menntastefnur eru gerðar til að jafna stöðu barna. Þannig að þau séu upplýst og geti tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar þau eldast og verið þátttakendur í lýðræðislegu þjóðfélagi. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft er máltæki sem oft er gripið til. Það skiptir máli fyrir börn að hafa góðar fyrirmyndir en það er ekki síður mikilvægt fyrir börn að fræðast um þann heim sem þau lifa í. Fá fræðslu frá fagmenntuðum óháðum aðilum sem hafa lært að vinna með börnum og eiga samtal um málefnið í hópi jafningja. Niðurstöður PISA 2022 sýna að læsi íslenskra barna hefur hrakað og þau virðast einnig hafa minni samkennd en jafnaldrar þeirra í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Læsisfærni er þjálfuð allan vökutíma barns og börn rækta með sér samkennd ef þau fá að fræðast um tilveru sem er ólík þeirra eigin. Fáfræði elur á fordómum. Ef barn er ekki frætt þá einangrast það í sínum eigin heimi og án orða fer það að nota líkamann til að koma sínu á framfæri. Setjum börnin okkar í fyrsta sæti og hjálpum þeim að skilja þennan heim sem við lifum í miðað við þeirra þroska. Gleðileg jól og góðar samverustundir. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og sáttamiðlari hjá Sátt.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun