Friður 3000 Geir Gunnar Markússon skrifar 11. desember 2023 11:00 Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Heiti þessa pistils er fengið frá þeim tíma þegar Ástþór Magnússon var í framboði til forseta Íslands árið 1996 og notaðist við slagorðið „Friður 2000“. Ástþór var með það markmið að ná alheimsfrið fyrir árið 2000 en miðað við ástandið í heimsmálum í dag þá virðist nú friður í heiminum frekar fjarlægt markmið. Kannski verðum við búin að ná að sættast á frið í heiminum árið 3000? Hvernig stendur á því að borgarar þessa heims þurfa alltaf að vera í stríði? Maður hefði vonað að með meiri velmegun, aukinni þekkingu og af reynslu fyrri stríða að menn færu nú að slíðra sverðin. Við virðumst lítið sem ekkert læra af sögunni og Gyðingar sem fóru hvað verst út úr seinni heimstyrjöldinni eru nú farnir að slátra Palestínumönnum í „útrýmingarbúðum“ á Gaza! Alveg galið og það er alveg sama hvað maður hugsar þetta djúp þetta bara gengur ekki upp í hausnum á manni. Það er svo merkilegt með öll þessi stríð nú á tímum og áður fyrr að þetta er svo oft gert í nafni trúar. Það er einkennilegt að drepa í nafni trúar, því flest trúarbrögð ganga út á kærleik! Hvaða máli skiptir það hvað við trúum á s.s. Guð, Múhameð, Búdda, okkur sjálf, ekki neitt, heilagar kýr eða sólina, svo lengi sem við erum góðar manneskjur? En hverjir eru að heyja þessi stríð? Það eru oftast valdagráðugir, ríkir og frekir karlar sem telja að þeir megi allt, geti allt og ætla að gera heiminn að sínum. Freki karlinn er búinn að fá að stjórna þessum heimi allt of lengi með þeim „árangri“ sem við sjáum á þessum stríðshrjáða og sundraða heimi. Það er óskandi að kvenmenn fari að taka við stjórn heimsins. Því ef konur munu ráða hér í heiminum þá væru ekki lönd í stríði við hvort annað, þau væru bara í fýlu við hvort annað. Þeir sem síst mega sín verða svo helstu fórnarlömb þessara stríða. Það er ekki hallir freku karlanna sem eru sprengdar upp í stríðum heldur heimili friðelskandi fólks sem hefur ekkert til saka unnið nema að fæðast í þennan grimma heim. Flóttamenn úr stríðshrjáðum löndum fá svo slæmar móttökur frá freka karlinum sem vill helsta loka landamærum síns lands því ekki vill hann að eyða aurum í innflytjendur. Freki karlinn er duglegur í dag að byggja gjá milli „almennra“ borgara og innflytjenda sem þeir sjá oft allt til foráttu. Það er vonandi fyrir freka karlinn að hann verði aldrei flóttamaður frá eigin landi! Eigum við borgarar þessa heims ekki að fara að senda freka karlinn á eftirlaun? Hann hefur fengið að ganga of langt með græðgi og yfirgangi, það er kominn tími til að friðelskandi og víðsýnt fólk fái að stýra í þessum heimi. Það sem er hættulegast í þessum heimi er að gott fólk geri ekki neitt og leyfi freka karlinum að stjórna án þess að láta í sér heyra eða bregðast við ranglætinu, græðginni og frekjunni. Ég vil trúa því að það séu fleiri í þessum heimi sem eru friðelskandi og vilja ekkert frekar en lifa í sátt og samlyndi. Að við förum að vinna saman og auðga þjóðfélög með allskyns blöndum af mismunandi fólki. Stefnum að því að deila friði um allan heim og kjósum freku karlana burt. Deilum ást, umhyggju, hlýju og náungakærleik. Tökum upp friðarbyltingu og förum að pósta #peace2030 út um allt. Heimurinn og við eigum það skilið. Byggjum brýr í stað múra! Ef við erum með stórt heimili og miklar tekjur, bjóðum þeim sem minna mega sín til okkar í stað þess að byggja múra í kringum heimili okkar. Eigið gleðileg og kærleiksrík jól. Höfundur er næringarfræðingur. Imagine (íslensk þýðing) Að hugsa himnaríki og helvíti ekki til aðeins jörð og himin það er auðvelt ef ég vil. Að hugsa að allir lifðu og hrærðust hér og nú. Hugsaðu þér hvergi nein landamæri lögð að drepa og deyja fyrir né deilt um trúarbrögð. Já hugsaðu þér heiminn halda grið og frið. Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn gerum heiminn að griðastað. Að hugsa sér ef engar eignir væru til græðgi og hungur horfin, hvergi ranglátt spil Að hugsa öll gæði heimsins og jarðar deilast jafnt Mér er sagt ég sé með óra en ég er ekki einn um það Já komdu með, við höldum hópinn, gerum heiminn að einum stað. - John Lennon
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun