Ísland mætir Serbíu í umspilinu en óvíst hvar Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 12:00 Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í umspilinu, og forðaðist beint fall í B-deild, með sigri gegn Wales á dögunum sem liðið fylgdi svo eftir með sætum sigri á Danmörku. EPA-EFE/Johnny Pedersen Í dag kom í ljós hvaða lið verður andstæðingur stelpnanna okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í lok febrúar, í umspilinu í Þjóðadeild UEFA. Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Dregið var í dag í umspil um sæti í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, sem og í fjögurra liða úrslit keppninnar. Það fyrsta sem kom í ljós var að Ísland mætir Serbíu. Serbar eru í 23. sæti Evrópuþjóða á styrkleikalista FIFA en Ísland er í 9. sætinu. Ísland hefur mætt Serbíu sex sinnum og alltaf fagnað sigri. Liðin hafa hins vegar ekki mæst síðan árið 2014 en þá vann Ísland 9-1 sigur. Ísland er ein af fjórum þjóðum sem enduðu í 3. sæti síns riðils í A-deild Þjóðadeildarinnar. Hinar eru Belgía, Noregur og Svíþjóð. Þessar þjóðir drógust svo gegn liðunum sem enduðu í 2. sæti riðlanna í B-deild, sem eru Bosnía, Króatía, Ungverjaland og Serbía, og spila þessar þjóðir um sæti í A-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur Ísland mun leika fyrri leik sinn í umspilinu á útivelli 21. febrúar, og á heimaleik 28. febrúar en óljóst er hvar sá leikur fer fram. Stjórn KSÍ ákvað á dögunum að biðja um leyfi hjá UEFA til að leikurinn færi fram erlendis, vegna vallarmála á Íslandi. Eini völlurinn með lögleg flóðljós hér á landi er Laugardalsvöllur sem ekki er leikfær í febrúar, en mögulegt væri að spila á gervigrasvelli ef hægt væri að spila snemma dags og veðurskilyrði yrðu í lagi. Frakkar og Spánverjar á heimavelli í undanúrslitum Frakkland, Holland, Þýskaland og Spánn unnu sína riðla í A-deild Þjóðadeildarinnar og spila því í úrslitum keppninnar, um nýjan verðlaunagrip í þessari nýju keppni. Þrjú þessara liða fara svo á Ólympíuleikana í París næsta sumar en þar af eru Frakkar sem eru með öruggt sæti á ÓL sem gestgjafar. Spánn og Frakkland fengu heimaleik í undanúrslitum keppninnar, og Spánn eða Holland verður svo á heimavelli í úrslitaleiknum. Úrslit Þjóðadeildarinnar: Spánn - Holland Frakkland - Þýskaland Í dag var einnig dregið um það hvaða lið mætast í umspili á milli liða úr B- og C-deild, þar sem leikið verður um sæti í B-deild á næsta ári. Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Umspilið um sæti í A-deild 2024: Serbía – Ísland Ungverjaland - Belgía Bosnía – Svíþjóð Króatía - Noregur
Umspilið um sæti í B-deild 2024: Lettland – Slóvakía Svartfjallaland – Norður-Írland Búlgaría - Úkraína
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira