Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 15:49 Finnur Ricart Andrason er staddur í Dúbaí. Vísir/Arnar Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið. Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ellefti dagur loftslagsráðstefnunnar COP28 er runninn upp og verður þinginu slitið á morgun. „Við höfum fylgst grannt með öllu ferlinu hér úti í Dúbaí og finnum að spennustigið er orðið hátt og er enn að magnast núna þegar svo stutt er eftir. Staðan er afar viðkvæm og hangir þetta allt saman á því að öllum ríkjum finnist jafnvægi og sanngirni ríkja í hinum mörgu mismunandi ákvörðunum þingsins,“ segir Finnur Ricart Andrason, forseti Ungra umhverfissinna, sem staddur er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Nýjustu drög að lokasamþykkt þingsins undir Hnattrænu stöðutökunni (e. Global Stocktake) voru að birtast á vef UNFCCC. Finnur segir innihaldið algjörlega óásættanlegt. Hvergi sé lengur minnst á útfösun jarðefnaeldsneytis og séu það gríðarleg vonbrigði. „Þó megum við ekki gefa upp alla von strax því ekkert er samþykkt þar til allt er samþykkt af öllum ríkjunum og gæti verið að textinn taki einhverjum breytingum áður en hann verður samþykktur á morgun. Því er algjört lykilatriði að Ísland ásamt öðrum ríkjum þrýsti eins mikið og þau mögulega geta á að sterkt orðalag um útfösun jarðefnaeldsneytis skili sér inni í lokaákvörðunina.Útfösun jarðefnaeldsneytis er lykilforsenda þess að hægt sé að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Mikill ágreiningur hafi verið um orðalagið um jarðefnaeldsneyti. Það séu helst OPEC-löndin svonefndu, olíuframleiðsluríkin með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, sem hafi reynt að standa í vegi fyrir að minnst verði á útfösun á þessum helsta orsakavaldi loftslagsbreytinga í samningatextum. „Yfir 2.400 fulltrúar olíufyrirtækja sem eru á COP28 hafa væntanlega einnig beitt miklum þrýstingi gegn slíku orðalagi,“ segir Finnur. Dr. Sultan Al Jaber, forseti þingsins, á að slíta þinginu á morgun klukkan sjö í fyrramálið að íslenskum tíma. Finnur telur að það gæti dregist aðeins að samþykkja lokaákvarðanirnar. Tveir mikilvægir fundir fari fram í kvöld. Einn til að samþykkja ákvarðanir um mál sem þegar ríkir samstaða um, svo sem liði um aðlögun, fjármögnun og fleira. Annar liður þar sem formenn sendinefndana munu ræða saman, meðal annars um nýjasta textann undir Hnattrænu stöðutökunni. „Við munum fylgjast með því í rauntíma þegar lokaákvarðanir þingsins verða samþykktar á morgun og rýna þær hratt og vel þannig að við munum einnig geta farið yfir það allt saman eftir að þinginu lýkur á þriðjudaginn,“ segir Finnur. Ungir umhverfissinnar muni rýna í niðurstöður þingsins þegar þær liggi fyrir.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Umhverfismál Loftslagsmál Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira