Fátækt: Pólitísk stefna eða náttúrulögmál? Halldóra Mogensen skrifar 12. desember 2023 10:00 Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Píratar Félagsmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk? Í sumar birti forsætisráðherra skýrslu sem ég, ásamt fleiri þingmönnum, hafði óskað eftir. Skýrslan fjallar um samfélagslegan kostnað fátæktar. Í henni kemur fram að tæplega fimmtíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum hér á landi. Í þeim hópi eru rúmlega níu þúsund börn. Enn stærri hópur lifir rétt ofan við fátæktarmörkin en það er ekki síður áskrift að langvarandi fjárhagslegum og félagslegum vandamálum en að vera undir mörkunum í skamman tíma. Félagsmálaráðherra er ekki viss hvort hægt sé að losna við fátæktina en segir samt að það eigi að vera markmiðið. En það er samt ekki markmiðið. Það er ekki að finna neinar vísbendingar um neinar áætlanir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til að uppræta fátækt, ekki heldur í fjárlögum og alls ekki í svörum félagsmálaráðherra á Alþingi. Fátækt hefur áhrif til framtíðar Afleiðingar þess að lifa í stöðugri óvissu og baráttu við að ná endum saman eru margvíslegar og þær eru sérstaklega alvarlegar þegar kemur að börnum. Börn sem búa við fátækt hafa ekki sömu tækifæri og önnur börn til menntunar og þátttöku í tómstundum, menningu og listum. Ein birtingarmynd þessa sést vel í nýrri könnun PISA þar sem fram kemur að tengsl félags- og efnahagsleg bakgrunns íslenskra nemenda við frammistöðu þeirra á sviðum lesskilnings og læsis á náttúruvísindi hafa aukist frá árinu 2015. Þá hefur ójöfnuður í lesskilningi nánast tvöfaldast á Íslandi síðustu tvo áratugi. Börn sem lifa við viðvarandi streitu foreldra mótast af þeirri streitu og eru andlegu áhrifin alvarleg og oft langvarandi. Það skiptir gríðarlega miklu máli að lyfta börnum upp úr fátækt áður en hún nær að valda þeim skaða og takmarka verulega möguleika þeirra á framtíð án fátæktar. Það er hægt að uppræta fátækt barna strax í dag en samkvæmt skýrslunni um samfélagslegan kostnað fátæktar myndi það kosta 16,5 milljarða króna að lyfta öllum börnum yfir lágtekjumark. Slík aðgerð myndi jafnframt lyfta foreldrum þeirra upp fyrir mörkin. Þetta væri metnaðarfull aðgerð en eins og kemur fram í skýrslunni þá verður barnafátækt ekki leyst með smávægilegum breytingum á barnabótakerfinu eða öðrum tilfærslukerfum. Rúmir sextán milljarðar er há tala, en fjárhagslegar afleiðingar fátæktar á samfélagið eru einnig gríðarlega miklar. Sú upphæð hleypur á bilinu 31 til 92 milljarðar, en það er heildarkostnaður fátæktar fyrir samfélagið okkar á hverju ári. Fátækt er nefnilega ekki eingöngu íþyngjandi fyrir þá einstaklinga sem búa við bág kjör, heldur hefur hún keðjuverkandi áhrif í gegn um allt samfélagið. Bæði hefur hún bein áhrif á útgjöld hins opinbera í formi tilfærslna og aukinnar þarfar á félags-, heilbrigðis- og velferðarþjónustu, en hún leiðir líka til aukinna útgjalda ríkisins vegna óbeinna áhrifa. Slík áhrif geta til að mynda orðið vegna þess að fátækt hefur áhrif á heilsufar og afbrotatíðni sem leiðir til aukinna útgjalda til heilbrigðismála og til dómstóla, löggæslu og fangelsismála. Hvers virði er mannslíf? En hvers vegna þarf að smætta mannslíf í krónur og aura? Hvers vegna í ósköpunum þegar að við vitum hverjar afleiðingar fátæktar eru fyrir fólk, gæði lífs þess og tækifæri til framtíðar - af hverju skiptir það nokkru máli að taka það fram að fátækt hefur neikvæð áhrif á framleiðni og hagvöxt samfélagsins? Það að sá mannlegi harmleikur sem fylgir viðvarandi fátækt skuli ekki vera nóg til að það sé mótuð pólitísk stefna til að uppræta fátækt er merki um hversu týnd við erum sem manneskjur. Það að sumir “vinni” og aðrir “tapi” í hinu kapítalíska kapphlaupi er ekki náttúrulögmál. Það er merki um úrkynjað hagkerfi. Í stað þess að við sem samfélag tökum siðferðilegar ákvarðanir og stöndum vörð um sameiginleg gildi höfum við útvistað því til einhvers ímyndaðs markaðs og varpað þannig frá okkur allri ábyrgð. Með því að setja verðmiða á allt þá gefum við okkur að fólk og pláneta séu einnota, geti gengið kaupum og sölum og að öðru leyti þjónað þeim tilbúningi sem við köllum hagkerfið. Þetta er rótin. Hagkerfið og fræðin að baki kerfinu er mannana verk sem hefur sundrað okkur, einangrað og fært okkur fjær hjartanu, samkenndinni og tilgangi. Við erum öll fátækari fyrir vikið. Þetta þarf ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar