Fyrirskipa handtöku forsetans fyrir hnefahöggið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2023 10:17 Halil Umut Meler liggur hér í grasinu eftir höggið frá Faruk Koca, forseta MKE Ankaragucu félagins, sem stendur yfir honum. Getty/Emin Sansar Tyrkneskur dómstóll hefur fyrirskipað handtöku forseta tyrkneska fótboltafélagsins Ankaragucu. Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega. Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Forsetinn heitir Faruk Koca en hann ruddist inn á leikvöllinn í leikslok í gærkvöldi og sló niður dómara leiksins með hörðu hnefahöggi. Ankaragucu var á heimavelli á móti Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í gær og leikurinn endaði með jafntefli eftir jöfnunarmark gestanna í uppbótatíma. A court in Turkey on Tuesday ordered the arrest of Ankaragucu president Faruk Koca for punching a referee in the face at the end of a Turkish Super Lig match and also remanded in custody two other suspects over the violence.https://t.co/u1lOeROZZ2— The Jerusalem Post (@Jerusalem_Post) December 12, 2023 Halil Umut Meler var að dæma leikinn en hann er einn virtasti dómari Tyrkja og dæmir reglulega í Meistaradeildinni. Forsetinn var það ósáttur með dómgæsluna í leiknum að hann lét sér ekki nægja að öskra á dómarann heldur strunsaði að honum og sló hann niður. Dómstólaráðherrann Yilmaz Tunc gaf það út að forsetinn og tveir aðrir yrðu handteknir fyrir árás á opinberan starfsmann. Tunc segir að rannsókn málsins sé í gangi. Tyrkneska knattspyrnusambandið frestaði öllum fótboltaleikjum í landinu um óákveðinn tíma eftir atvikið og framkoma forsetans er mikið hneyksli fyrir íþróttir landsins. Æðstu menn landsins hafa allir fordæmt atvikið sem og forseti FIFA og fleiri í knattspyrnuforystunni. Koca forseti má ekki aðeins búast við dómsmáli gegn sér heldur á hann líka von á mjög harðri refsingu frá tyrkneska sambandinu. Það er von á því að hann fari í langt bann og að félaginu verði einnig refsað harðlega.
Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45 Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Erdogan búinn að tjá sig um hnefahöggið á fótboltavellinum Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er meðal þeirra sem hafa komið fram opinberlega og fordæmt árás forseta fótboltaliðs á dómara eftir leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. 12. desember 2023 07:45
Forsetinn sló dómarann í andlitið og öllum fótboltaleikjum frestað Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur stöðvað allar deildi í landinu eftir skammarlegt kvöld fyrir tyrkneska fótboltann. 12. desember 2023 07:01