Svandís gerir ráð fyrir 20 prósenta afföllum Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2023 11:47 Jón Kaldal hefur skoðað frumvarp sem Svandís Svavarsdóttir hefur sett í samráðsgátt og honum líst ekki á blikuna. vísir Í frumvarpi til laga um lagareldi, sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra var að leggja fram til kynningar í Samráðsgáttinni, er ráð fyrir 20 prósent „afföllum“, sem þýðir að einn af hverjum fimm eldislöxum mun drepast í sjókvíunum. „Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“ Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Afföllin hafa aldrei verið svo há hér við land. Voru 19,1 prósent í fyrra og höfðu ekki verið hærri. Af hverju vill ráðuneytið formlega leyfa fyrirtækjunum að láta enn meira drepast?“ spyr Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Ástandið óásættanlegt Að sögn Jóns hefur komið fram kynningu ráðherra og ráðuneytisins við stefnumótunarvinnuna ítrekað að miða skuli starfshætti hér við það sem gerist best í öðrum löndum. Því miður er ekki hægt að segja að starfshættirnir séu neins staðar heilt yfir góðir annars staðar. „En 20 prósenta viðmiðið í drögunum er jafn slæmt eða verra en þar sem ástandið er verst í nágrannalöndunum. Árið 2022 voru afföllin 16,1 prósent í Noregi og 58 milljón laxa dauðir,“ segir Jón og vitnarí norska sjávarútvegsráðherrann sem sagði í mars á þessu ári: „Kann ikke forsette“. „Við höfum heyrt þennan söng í mörg ár. Árið 2018 voru afföllin um 15 prósent og 53 milljónir eldislaxa dauðir í Noregi. Per Sandberg, þáverandi sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði þá að brýnasta verkefni norsks laxeldis vera að stemma stigu við laxadauða, ástandið væri óásættanlegt,“ segir Jón. En svo gerðist reyndar ekki neitt. Viðmiðin miklu hærri en það sem þykir óásættanlegt í Noregi „Það er vægast sagt furðulegt ef matvælaráðuneyti Íslands ætlar að leggja til að sjókvíeldisfyrirtækin fái blessun stjórnvalda fyrir því að 33 prósent hærra hlutfall af eldisdýrum drepist hér í sjókvíum en norskir ráðherrar hafa sagt að sé „óásættanlegt“ og „gangi ekki lengur“. Þar miða ég við 15 prósent í Noregi, sem hefur verið hlutfallið þar undanfarin ár, nema í fyrra þegar það fór í 16 prósent.“ Ellen Sofie Grefsrud hjá norsku Hafró sagði um fiskeldisáættumatsskýrslu stofnunarinnar: „Vi er ikke der vi vil være, vi bør ned mot ti prosent eller lavere før vi er fornøyd,“ sagði Ellen Sofie Grefsrud hjá norska Hafró um fiskeldis áhættumatsskýrslu stofnunarinnar fyrir 2023. Jóni líst ekki á blikuna: „Ef ráðuneytið vill hafa það sem gerist best sem viðmið þá er auðvelt fyrir það að fá tölur eftir strandsvæðum við Noreg. Ástandið er verst í V-Noregi, 27 prósent dauði að jafnaði, en skást í norðurhlutanum um 10 prósent. Sú tala er sem sagt vel raunhæf og á að vera viðmiðið, eða enn lægra eins og Ellen Sofie nefnir hér fyrir ofan.“ Jón segir ýmislegt í þessum tillögum framfaraskref, en annað er ekki gott. „Þessi hluti sem snýr að því að láta þennan hrikalega dauða viðgangast með blessun stjórnvalda er skýrt dæmi um hvernig stjórnvöld sníða löggjöf að hagsmunum fyrirtækjanna en ekki velferð eldisdýranna. Það er óásættanlegt.“
Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinstri græn Fiskeldi Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira