Ekki rætt að stíga inn í deiluna með lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. desember 2023 18:49 Innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. Vísir/Arnar Töluverð röskun verður á millilanda- og innilandsflugi þegar flugumferðarstjórar leggja niður störf í nótt í annað sinn í vikunni. Innviðaráðherra segir stjórnvöld ekki ætla að beita sér í deilunni og hvetur viðsemjendur til að finna lausn sem fyrst. Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera. Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Flugumferðarstjórar leggja niður störf klukkan fjögur í nótt að öllu óbreyttu og mun verkfallið standa í sex klukkutíma. Á meðan á því stendur verður ekki hægt að fljúga áætlunarflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll. Verkfallið mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega en tugir flugferða frestast og einhverjum ferðum verður aflýst. Enginn fundur var í deilunni í dag og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en klukkan tvö á morgun. Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra.Vísir/Vilhelm Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir eins og staðan sé lausn deilunnar ekki í sjónmáli. Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra segir mikilvægt að deilan leysist sem fyrst. „Við erum búin að vera að fara hérna í gegnum náttúruhamfarir og glíma við náttúruvá. Koma heilu byggðarlagi í skjól, heilu sveitarfélagi. Þessi náttúrvá hefur líka haft áhrif á ferðaþjónustu um landið Ísland. Það er ljóst að þessi deila hefur það líka og svo er nú bara til fullt af fólki sem vill geta komast heim til sín um jólin. Þannig ég tel mjög mikilvægt að menn finni lausn á þessari deilu sem fyrst.“ Hann segir stjórnvöld ekki hafa skoðað að stíga inn í deiluna með lagasetningu. Almenningsálitið aldrei með flugumferðarstjórum Flugumferðarstjórar telja sig vera að sækjast eftir sambærilegum kjarabótum sem aðrir á almennum vinnumarkaði fengu í kringum síðustu áramót en þeir hafi ekki enn fengið. „Þetta er auðvitað lokin á síðustu kjaralotu. Þetta er ekki upphafið á þeirri sem er að hefjast hér á næsta ári eins ótrúlegt að það nú hljómar að það sé hægt vera heilu árin í samningaviðræðum en svona er nú staðan á Íslandi hún er of þung. Við þurfum að vera með eitthvað svona gáfulegra kerfi eins og við þekkjum á Norðurlöndunum en við búum við þetta í dag og þeim mun mikilvægara er að aðilar axli sína ábyrgð.“ Arnar segir flugumferðarstjóra vana neikvæðri umræðu. „Ég held aðalmenningsálitið svona almennt hafi aldrei verið með okkur. Við erum ekkert í vondri stöðu til að berjast. Við getum alveg samið um okkar kjör eins og við reynum að gera alltaf. Við semjum fyrir alla okkar félagsmenn. Við erum með félagsmenn á lægri launum og við erum með félagsmenn sem eru yfirmenn hjá fyrirtækinu. Það er alveg sama hvaða meðallaun fólk er með það á rétt á að semja um sín kjör og það er bara það sem við erum að gera.
Fréttir af flugi Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Tengdar fréttir Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna Flugsamgöngur lömuðust þegar flugumferðarstjórar lögðu niður störf í morgun. Frekari verkfallsaðgerðir eru fyrirhugaðar á fimmtudag og í næstu viku. Fundi var slitið nú síðdegis án þess að samningar næðust. Forstjóri Play segir furðulegt að svo lítill hópur geti sett svo mikið úr skorðum og telur að stjórnvöld ættu að stíga inn í deiluna. 12. desember 2023 20:52