42 ára gamall sonur Íslendinga í EM-hópi Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 08:30 Hans Óttar Lindberg er markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Getty/City-Press Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg er á leiðinni á enn eitt stórmótið með danska landsliðinu í handbolta en hann er í EM-hópi Nikolaj Jacobsen sem tilkynntur var í gær. Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira
Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sjá meira