Rafmagnshjól með virðisaukaskattsvindinn í fangið á nýju ári Hilmar Ingimundarson skrifar 15. desember 2023 07:01 Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skattar og tollar Hjólreiðar Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Með setningu bráðabirgðaákvæðis XXVI við lög nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, sbr. lög nr. 154/2019, var tollyfirvöldum gert heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt upp að hámarki 96.000 kr. við kaup á virkum samgöngutækjum. Á þessum fjórum árum hafa rafmagnshjól, og hjólreiðar almennt, heldur betur rutt sér til rúms hér á landi og opnað hefur verið fyrir mun stærri hóp að nýta sér hjólreiðar bæði til þess að fara í og úr vinnu og sinna öðrum erindum, en ekki síður til að efla lýðheilsu. Það er jákvæð breyting og ánægjulegt að sjá hvað rafmagnshjólum hefur vaxið ásmegin undanfarin ár og skipa sífellt stærri sess á stígum og slóðum á höfuðborgarsvæðinu. Nú um áramótin taka gildi breytingar þar sem fella á niður framangreint bráðabirgðaákvæði, og aðeins á að styrkja kaup á rafmagnsbílum og öðrum hreinorkubílum.Fallið verður því frá stuðningi sem hefur verið síðustu ár vegna kaupa á virkum samgöngutækjum, eða öðrum farartækjum sem flokkast sem vistvæn. Rafmagnshjól og reiðhjól munu ekki falla inn í nýtt styrkjakerfi Orkusjóðs sem tekur við af núgildandi virðisaukaskattsívilnunum. Á tímum þegar verðbólga og vextir eru í hæstu hæðum og umhverfismál og heilsa almennings eru í brennidepli skýtur það skökku við að sporna gegn hvötum til fjölbreyttari og heilsusamlegri samgangna. Rafmagnshjól eru kærkomin og ánægjuleg viðbót við þá fjölbreyttu flóru samgöngumáta sem nýtist okkur við að komast á milli staða. Fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna kaupa á rafhjólum tel ég að mismuni ört stækkandi hópi fólks sem kýs að hjóla til vinnu og nýta reiðhjól sem ferðamáta, þegar því er við komið. Endurgreiðslan fullnýtist í núverandi fyrirkomulagi fyrir rafmagnshjól sem kostar um 400 þúsund krónur, sem mun hækka uppí tæp 500.000 krónur eftir áramót þegar niðurfellingarinnar nýtur ekki lengur við. Það munar um minna. Því mun óhjákvæmilega draga úr nýliðun og fjölgun í hópi vistvænni samgangna. Það er því mikilvægt að virðisaukaskattsívilnun fyrir rafmagnshjól og reiðhjól fái áfram brautargengi og að hún verði framlengd til að styðja við frelsi einstaklingsins til að geta nýtt sér umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta. Því leyfi ég mér að hvetja alþingismenn til þess að halda aftur af opinberum álögum á rafknúin reiðhjól, senda jákvæð og rétt skilaboð um vistvænar samgöngur og styðja við alla samgöngumáta til jafns. Höfundur er hjólreiðamaður.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun